Framtíðargrunnur

Framtíðin lögð með góðri ávöxtun

Framtíðargrunnur er hugsaður fyrir þá sem vilja spara og mynda góðan sjóð fyrir börnin þegar þau komast á fullorðinsár. Það verður sífellt mikilvægara að eiga varasjóð og því er kjörið að spara fyrir börnin til að auðvelda þeim lífið síðar meir. Innstæðan sem safnast er laus til útborgunar við 18 ára aldur. Reikningurinn ber hæstu vexti almennra innlánsreikninga hverju sinni og er því frábær kostur fyrir langtímasparnað.

Hægt er að velja um verðtryggðan eða óverðtryggðan reikning. Þegar valið er milli þeirra þarf  að huga að ýmsu og því gott að kynna sér eftirfarandi:


Framtíðargrunnur verðtryggður

 • Reikningurinn hentar vel sem sparnaðarform fyrir börn og unglinga yngri en 15 ára.
 • Reikningurinn er bundinn til 18 ára aldurs.
 • Ef innstæða er ekki tekin út við 18 ára aldur heldur hún óbreyttum kjörum.
 • Eftir 18 ára aldur er verðtryggði reikningurinn laus í 1 mánuð á 6 mánaða fresti.
 • Auðvelt að hefja reglubundinn sparnað, lágmarks innborgun er kr. 500 en heimilt er að leggja inn á reikninginn hvenær sem er umfram samningsbundna upphæð.
 • Engin þjónustugjöld, innlausnargjöld eða aðrar þóknanir.
 • Ekki er hægt að stofna verðtryggðan Framtíðargrunn á einstakling sem hefur náð 15 ára aldri.

Framtíðargrunnur óverðtryggður

 • Reikningurinn hentar vel sem sparnaðarform fyrir unglinga á aldrinum 15-18 ára.
 • Reikningurinn er bundinn til 18 ára aldurs.
 • Ef innstæða er ekki tekin út við 18 ára aldur heldur hún óbreyttum kjörum.
 • Auðvelt að hefja reglulegan sparnað, lágmarks innborgun er kr. 500 en heimilt er að leggja inn á reikninginn hvenær sem er umfram samningsbundna upphæð.
 • Engin þjónustugjöld, innlausnargjöld eða aðrar þóknanir.
 • Ekki er hægt að stofna óverðtryggðan Framtíðargrunn á einstakling sem hefur náð 18 ára aldri.