Sprotarnir

Sprotaðu þig upp

Sprotarnir eru talsmenn barnaþjónustu Landsbankans. Þeir eru skemmtilegir og skynsamir í fjármálum. Hinir spræku Sprotar eru alltaf til í að eignast nýja vini. 

Til að gerast félagi í klúbbnum þarf að leggja 1.000 kr. inn á reikning í Landsbankanum - Framtíðargrunn, Landsbók , Sparireikning eða Kjörbók - eða eiga hlut í sjóðum Landsbankans.

Hægt er að sækja um reikninga og verða Sprotafélagi í næsta útibúi Landsbankans. Allir nýir Sprotafélagar fá glaðning.

Sprotaappið

Sprotaappið er endalaus uppspretta af skemmtun og fróðleik fyrir krakka á öllum aldri.

Nánari upplýsingar


 

Sæktu nýja SprotaappiðBaukaverðlaun

Til að hvetja káta krakka til að spara fá börnin í Sprotunum verðlaun í hvert sinn sem þau koma og tæma baukinn sinn. Hægt er að velja sundpoka, heyrnartól, litabók, liti, þoturass, sólgleraugu, stútglös, endurskinsmerki, spil og margt fleira.

Gjöf til framtíðar

Landsbankinn hvetur til sparnaðar. Ungabörn Vörðu- og Námufélaga eiga kost á að fá 5.000 kr. að gjöf inn á Framtíðargrunn á nafni barnsins. Vörðu- og Námufélagar, sem eiga börn á fyrsta ári, fá sent bréf þar sem þeim er kynnt gjöfin og boðið að stofnaður verði Framtíðargrunnur fyrir barnið, eigi það ekki slíkan reikning fyrir. Foreldrar geta afþakkað gjöfina og stofnun reiknings.

Áttu afmæli?

Sproti sendir foreldrum barna í Sprotunum tölvupóst skömmu fyrir afmæli þeirra. Þar er Sprotafélögum boðið að koma í næsta útibú Landsbankans og sækja Sprotaafmælissett, sem samanstendur af diskum, glösum, servíettum, kórónum, fánaveifum og boðskortum í afmælisveisluna.