Skilgreiningar og hugtök

Ávöxtun

Ávöxtun vísar til verðmætaaukningar fjármagns á ákveðnu tímabili, oftast sett fram í prósentum á ársgrundvelli. Ávöxtun er einnig mælikvarði á hlutfallslegan hagnað af fjárfestingu. Ávöxtun getur verið bæði jákvæð og neikvæð. Jákvæð ávöxtun merkir að viðkomandi fái meira út úr viðskiptunum en hann lagði í þau og að sama skapi er talað um neikvæða ávöxtun þegar viðkomandi hefur fengið minna út úr viðskiptunum en hann lagði í þau í upphafi.

Fjármagnstekjuskattur

Skattur sem leggst á eignatekjur, þ.e. vaxtatekjur, arð, söluhagnað og leigutekjur. Allar nánari upplýsingar um fjármagnstekjuskatt má finna á www.rsk.is.

Greiðslukort

Debet- og kreditkort eru notuð til að færa verðmæti milli manna sem eiga í viðskiptum. Mikilvægt er að kynna sér vel ólíka eiginleika greiðslukorta og þann kostnað sem korthafar eldri en 18 ára þurfa að greiða.

Hlutabréf

Ávísun á tiltekinn hlut í fyrirtæki sem rekið er sem hlutafélag. Með kaupum á hlutabréfi eignast fjárfestirinn ávísun á afkomu fyrirtækisins í framtíðinni sem berst honum í formi arðgreiðslna þegar vel árar. Ávöxtunin getur einnig verið í formi gengishækkunar hlutabréfsins en gengið getur þó vissulega sveiflast.

Nafnvextir

Nafnvextir eru heildarvextir án tillits til verðbólgu eða annarra áhrifaþátta. Þetta eru þeir vextir inn- og útlána sem skráðir eru hverju sinni og bankar borga eigendum innlánsreikninga.

Óverðtryggðir innlánsreikningar

Óverðtryggðir reikningar henta betur þegar eigandinn vill alltaf hafa sparnaðinn lausan til úttektar því binditími á slíkum reikningum er yfirleitt enginn eða mjög skammur. Óverðtryggðir reikningar henta því vel fyrir varasjóði sem ætlað er að mæta óvæntum útgjöldum.

Raunvextir

Vextir umfram verðbólgu, þ.e. nafnvextir mínus verðbólga. Raunávöxtun tekur inn í myndina þær breytingar sem hafa orðið á verðlagi yfir ákveðið tímabil. Þeir sem eru með óverðtryggðan sparnað tapa á mikilli verðbólgu en þeir sem hafa verðtryggðan sparnað hafa varið sig gagnvart hárri verðbólgu. Þess vegna eru vextir á óverðtryggðum reikningum hærri en á verðtryggðum, til þess að endurspegla verðbólguna hverju sinni.

Skuldabréf

Skjal þar sem fram kemur viðurkenning á að peningafjárhæð hafi verið tekin að láni. Sá sem tekur lánið lofar að greiða skuldina til baka á tilteknum degi samkvæmt ákveðnum skilmálum og greiða vexti eða annað sem tekið er fram í skuldabréfinu. Hægt er að leggja fasteign eða aðrar eignir að veði. Margar tegundir skuldabréfa eru fáanlegar. Til að tryggja þann sem lánar eru ýmsar leiðir færar, t.d. veð eða ábyrgð banka eða ríkissjóðs. Skuldabréf geta verið til langs eða skamms tíma.

Umboð

Skrifleg heimild sem einstaklingi er veitt til þess að koma fram fyrir hönd annars einstaklings eða fyrirtækis, sem bindur eða skapar réttindi til handa þeim sem veitir heimildina. Umboð geta sem dæmi falið í sér heimild til úttekta af reikningum (prókúra), undirritun lánasamninga og undirritun skuldabréfa.

Vaxtavextir

Vaxtavextir verða til þegar vextir eru reiknaðir ofan á vexti. Þegar vextir af fjárfestingum safnast upp og bera sjálfir vexti er talað um vaxtavexti. Ef vextir hækka um 1% í hverjum mánuði í eitt ár þá hækka vextir um það bil um 12,7% á árinu. Skýringin á því að svarið er 12,7% en ekki 12%, er að slíkar hlutfallslegar breytingar á tiltekinni stærð margfaldast saman. Vaxtavaxta njóta þeir sem eiga innstæðu á bankareikningi í langan tíma, þannig að því fyrr sem byrjað er að fjárfesta, því hærri verða vaxtavextir til lengri tíma litið.

Verðbólga

Mánaðarlegar breytingar á vísitölu neysluverðs eru notaðar til að reikna út svokallaðar verðbætur sem svo bætast við höfuðstólinn. Ef verðlag hækkar, þ.e. Verðbólga er skilgreind sem viðvarandi hækkun almenns verðlags. Hækkun verðs á einstakri vöru eða hækkun verðlags í mjög stuttan tíma telst ekki verðbólga. Verðbólga einkennist af síhækkandi verðlagi á vörum og þjónustu yfir ákveðið tímabil. Hún er mælikvarði á hlutfallslegri Verðhjöðnun er skilgreind sem viðvarandi lækkun almenns verðlags. Verðhjöðnun er afleiðing umframframboðs sem getur myndast vegna aukins framboðs. verðbólga á sér stað, þá verða verðbætur jákvæð stærð. Ef verðlag lækkar hins vegar, þ.e. verðhjöðnun á sér stað, þá verða verðbætur neikvæð stærð. breytingu á verðlagi sem á sér stað í hverju þjóðfélagi. Ef brauð kostar 100 kr. í byrjun árs en 110 kr. í lok árs jafngildir það 10% verðbólgu á verði brauðs. Margar mismunandi vísitölur mæla þessa stærð, t.d. neysluverðsvísitala, lánskjaravísitala og byggingarvísitala.

Verðbréf

Samheiti yfir skuldabréf, hlutabréf og aðrar kröfur á borð við víxla sem hafa ígildi peninga.

Verðbætur

Mánaðarlegar breytingar á vísitölu neysluverðs eru notaðar til að reikna út svokallaðar verðbætur sem svo bætast við höfuðstólinn. Ef verðlag hækkar, þ.e. verðbólga á sér stað, þá verða verðbætur jákvæð stærð. Ef verðlag lækkar hins vegar, þ.e. verðhjöðnun á sér stað, þá verða verðbætur neikvæð stærð. 

Verðhjöðnun

Verðhjöðnun er skilgreind sem viðvarandi lækkun almenns verðlags. Verðhjöðnun er afleiðing umframframboðs sem getur myndast vegna aukins framboðs. Alvarleg verðhjöðnun er líklegust þegar snarpur samdráttur í eftirspurn myndar slaka sem leiðir til þess að verð og laun lækka.

Verðtryggð útlán

Verðtrygging á útlán á að vera trygging fyrir því að tiltekin greiðsla í framtíðinni haldi verðgildi sínu frá þeim degi sem verðtryggður samningur er gerður. Verðtrygging láns eða skuldabréfs þýðir að höfuðstóll lánsins breytist eftir því sem breytingar verða á verðlagi. Verðtryggð lán breytast í hlutfalli við vísitölu neysluverðs em Hagstofan reiknar út og eiga samkvæmt lögum að vera til að minnsta kosti fimm ára. Verðbætur leggjast við höfuðstólinn og koma því ekki allar til greiðslu á næsta gjalddaga og er greiðslubyrði lána léttari í upphafi af verðtryggðum lánum en óverðtryggðum.

Verðtryggðir innlánsreikningar

Ávöxtun verðtryggðra reikninga samanstendur af vöxtum og verðbótum. Verðtryggingu er ætlað að tryggja raungildi innstæðu þannig að sömu vörur fáist fyrir innstæðuna þegar hún er tekin út, þ.e. að hægt sé að kaupa sömu vörukörfu og áður að viðbættum þeim vöxtum sem innstæðan ber. Verðtrygging fjárhæðar á að tryggja að verðmæti hennar haldist óskert þrátt fyrir verðbólgu. Með öðrum orðum virkar verðtryggingin sem vörn gegn óvissu um þróun verðbólgu á tímabilinu sem um ræðir. Reikningar með verðtryggðum vöxtum henta vel þegar um er að ræða langtímasparnað en verðtryggðir reikningar eru bundnir í að minnsta kosti þrjú ár.

Vextir

Vextir eru það gjald sem greitt er fyrir lán á fjármagni, þ.e. leiga sem greidd er fyrir fjármagn. Innlánsvextir eru þeir vextir sem fjármálastofnun greiðir af innlánum en útlánsvextir eru þeir vextir sem lántaki greiðir fjármálastofnun fyrir að hafa fengið fé að láni.

Vísitala

Verðtrygging á útlán á að vera trygging fyrir því að tiltekin greiðsla í framtíðinni haldi verðgildi sínu frá þeim degi sem verðtryggður samningur er gerður. Verðtrygging láns eða skuldabréfs þýðir að höfuðstóll lánsins breytist eftir því sem breytingar verða á verðlagi. Verðtryggð lán breytast í hlutfalli við vísitölu neysluverðs. Vísitölur eru notaðar til að sýna verðlagsþróun og áhrif verðbólgu á gefnu tímabili. Verðlagsvísitölur eru reiknaðar út með svokölluðum körfum. Karfan er kostnaður við að kaupa tiltekið magn af vörum og þjónustu á ákveðnum tíma. Karfan á að endurspegla þær vörur og þá þjónustu sem dæmigerð íslensk fjölskylda kaupir á tilteknu tímabili. Breytingar á því hve mikið kostar að kaupa þessa körfu sýna hvernig almennt verðlag breytist á ákveðnu tímabili. Vísitala neysluverðs er notuð til að mæla verðbólgu á Íslandi. Ef hún mælist 100 stig í janúar og 101 stig í febrúar sjáum við að það hefur verið 1% dýrara að meðaltali að framfleyta meðalfjölskyldu í febrúar en í janúar.

Yfirdráttur

Lán sem veitt er á tékkareikningum og debetreikningum með sérstakri heimild til úttektar umfram innstæðu. Yfirdráttarvextir eru háir vextir sem teknir eru mánaðarlega af yfirdráttarlánum.

 

Kynntu þér málið