Fjárráða

Fjárráða þýðir að þú ræður hvert peningarnir þínir fara

 

Þegar þú verður 18 ára verður þú bæði sjálfráða og fjárráða. Sjálfráða þýðir að þú ræður þér næstum að öllu leyti sjálf/ur, svo lengi sem þú brýtur engin lög. Að vera fjárráða þýðir að þú getur tekið allar ákvarðanir sem fullorðið fólk tekur um peninga. Þetta tvennt þýðir að þú stjórnar lífi þínu, hvar þú býrð, hvað þú lærir, við hvaða banka þú skiptir, hvort þú tekur lán, hvað þú kaupir o.s.frv. Frá 18 ára aldri þarft þú líka að greiða fyrir ýmislegt sem þú hefur hingað til fengið ókeypis. Mikilvægt er að kynna sér vel hvað er í boði og hvað það kostar.

Þú verður líka að gera ráð fyrir skemmtilegu hlutunum

Það er auðvelt að gleyma því að litlir hlutir kosta líka peninga. Ef þú fylgist með því sem þú eyðir í bíóferðir, sælgæti eða bensín þá sérðu fljótt hvort þessi fjárútlát standi í vegi fyrir að stærri hlutir gangi upp. Með Meniga geturðu auðveldlega fylgst með því í hvað peningarnir fara. Svo er líka góð regla að skoða stöðuna reglulega í netbankanum.

Á vefsíðu bankans þíns sérðu að það er ótalmargt í boði. Möguleikarnir eru margir af því að það er misjafnt hvað hentar hverjum og einum. Þú getur valið ýmsar leiðir ef þú vilt spara fyrir einhverju eða þig vantar pening fyrir því sem þú þarft að fjármagna.

 

Fjármálin þín í dag eru líka fjármálin þín í framtíðinni

 

Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á fjárhag þínum og viðskiptasögu. Ef þú veist hvað þig langar að gera næstu árin, t.d. fara í nám, ferðast eða kaupa þér eitthvað, geturðu skipulagt þig og forðast að lenda í vandræðum. Með tímanum byggir þú upp traust hjá bankanum en góð viðskiptasaga skiptir máli í framtíðinni, t.d. þegar þú kaupir fyrstu íbúðina.

Frelsi þýðir að þú verður að taka ákvarðanir

Því fylgir mikið frelsi að verða fullorðin/n. Þú þarft auðvitað ennþá að taka tillit til annarra og gangast undir ýmsar reglur, t.d. á heimilinu þínu, í skólanum eða á vinnustaðnum. En það þýðir líka að þú þarft að taka ýmsar ákvarðanir. Mikilvægt er að ígrunda stórar ákvarðanir vel, svo sem um lántöku eða kaup á einhverju sem þú telur þig vanta. Þú verður að passa vel upp á sjálfa/n þig, það er ekkert víst að neinn annar geri það.

 

Stundum er ágætt að spyrja bara

 

Fjármál geta virst eins og frumskógur, sérstaklega fyrst. Þú þarft að greiða reikninga, vera með greiðslukort og netbanka, skipuleggja þig fram í tímann og spara fyrir því sem þú vilt kaupa eða kynna þér hvort það sé þess virði að taka lán. Það er mjög gott að fá hjálp hjá einhverjum sem þekkir fjármál og læra af þeim. Foreldrar þínir eða eldri systkini geta gefið góð ráð. Sem viðskiptavinur Landsbankans ertu líka alltaf velkomin/n í útibúið þitt en þar geturðu spurt spurninga og fengið ráðleggingar.

Fyrir Námufélaga

 

 

 

 

 

 

 

Umboðsaðili

Athygli er vakin á því að skráð umboð forráðamanna í netbankanum falla niður þegar að barn verður 18 ára og fjárráða. Ef ástæða er til að endurnýja umboðið þarf að gera það skriflega í útibúi þegar viðskiptavinur er orðinn 18 ára.

Kynntu þér málið