Þegar þú verður 18 ára verður þú bæði sjálfráða og fjárráða.
Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á fjárhag þínum og viðskiptasögu. Góð viðskiptasaga skiptir máli í framtíðinni, til að mynda þegar kemur að íbúðarkaupum. Að sagan sýni að þú sért traustsins verður og standir við skuldbindingar. Vanskil eru dýr, þeim má líkja við snjóbolta sem rúllar og stækkar. Heiðarleiki í fjármálum borgart sig fljótt og því best að tileinka sér hann frá upphafi.
Það er auðvelt að gleyma því að litlir hlutir kosta líka peninga. Ef þú fylgist með því sem þú eyðir í bíóferðir, sælgæti eða bensín þá sérðu fljótt hvort þessi fjárútlát standi í vegi fyrir að stærri hlutir gangi upp. Það er góð regla að fylgjast reglulega með útgjöldum sínum í netbankanum og byrja að spara fyrir því sem þú vilt eiga fyrir í framtíðinni.
Hollráð Námunnar um hvernig má nýta verðmæti vel og spara
Því fylgir mikið frelsi að verða fullorðin/n. Þú þarft auðvitað ennþá að taka tillit til annarra og gangast undir ýmsar reglur, t.d. á heimilinu, í skólanum eða á vinnustaðnum. En það þýðir líka að þú þarft að taka ýmsar ákvarðanir. Mikilvægt er að ígrunda stórar ákvarðanir vel, svo sem um lántöku eða kaup á einhverju sem þú telur þig vanta.
Fjármál geta virst eins og frumskógur, sérstaklega fyrst. Þú þarft að greiða reikninga, vera með greiðslukort og netbanka, skipuleggja þig fram í tímann og spara fyrir því sem þú vilt kaupa eða jafnvel taka lán. Það er mjög gott að fá hjálp hjá einhverjum í kringum þig sem þekkir fjármál og læra af þeim.
Sem viðskiptavinur Landsbankans ert þér alltaf velkomið að koma í útibú eða slá á þráðinn til okkar í þjónustuverið þar sem þú getur spjallað við starfsmann og fengið ráðleggingar.
Athygli er vakin á því að skráð umboð forráðamanna í netbankanum falla niður þegar að barn verður 18 ára og fjárráða. Ef ástæða er til að endurnýja umboðið þarf að gera það skriflega í útibúi þegar viðskiptavinur er orðinn 18 ára.
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift/BIC: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál
Hér getur þú sent okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun.