Sparnaður

Sparað með korti

Að spara með korti er skemmtileg og auðveld sparnaðarleið. Í hvert skipti sem þú verslar með debet- eða kreditkortinu þínu leggur þú um leið upphæð til hliðar inn á sparnaðarreikning að þínu vali. Þannig byggir þú smátt og smátt upp sparnað sem hægt er að grípa til þegar á þarf að halda.

Nánar um Sparað með korti

 

Sumarsparnaður

Yfir sumarið gætir þú lagt fyrir hluta af sumarlaununum inn á sparireikning, t.d. 15.000 krónur á mánuði. Bankinn sér þá um að millifæra fyrir þig inn á sparireikning og þegar skólinn byrjar og þú hættir að vinna millifærir bankinn til baka inn á reikning þinn. Þannig getur þú haft auka tekjur fram eftir vetri.

Nánar um sparnaðarleiðir

Sparað fyrir útborgun

Flest þurfum við að spara í einhvern tíma áður en við getum keypt fyrstu fasteignina. Það tekur alltaf tíma að ná markmiðum, en því fyrr sem við byrjum því fyrr komumst við þangað. Stundum er því einfaldlega sparnaður það fyrsta sem þarf að huga að.

Nú gefst þeim sem vilja eignast sína fyrstu fasteign tækifæri til að nýta greiðslur í viðbótarlífeyrissparnað sem útborgun við íbúðarkaup. Greiðslurnar eru skattfrjálsar og þú færð mótframlag frá vinnuveitanda þínum. Auk þess nýtur féð ávöxtunar þangað til þú notar það. Þannig geta greiðslurnar þínar í raun margfaldast að virði.

Nánar um sparað fyrir útborgun

Lífeyrissparnaður

Það er aldrei of snemmt að byrja að huga að lífeyrissparnaði. Lífeyrissparnaður er sú leið sem launþegar hafa til að tryggja sér tekjur þegar á eftirlaunaaldurinn kemur því markmiðið með lífeyrissparnaði er að leggja fyrir hluta af launum sínum til þess að hafa innkomu á efri árum.

Í dag eru í boði fjölbreyttar leiðir til þess að ávaxta þennan langtíma sparnað og námsmenn ættu ekki síst að byrja að huga að söfnun fjár til efri áranna. Lífeyrissparnaður skiptist í lögbundinn lífeyrissparnað og viðbótarlífeyrissparnað.

Nánar um lífeyrissparnað