Lán

Tölvulán námsmanna

Námsmenn eiga kost á tölvuláni, að hámarki 250.000 kr. og til allt að 48 mánaða, á hagstæðum kjörum, nú 5,95%. Tölvulánið er unnt að nota til kaupa á tölvu, spjaldtölvu og snjallsíma.

Foreldrum/forráðamönnum ófjárráða Námufélaga býðst tölvulán á sömu kjörum. Landsbankinn gerir kröfu um að endurgreiðslur af láninu séu skuldfærðar mánaðarlega. Unnt er að greiða lánið upp á skemmri tíma en samið var um í upphafi.

Tölvulán námsmanna í tveimur skrefum

  • Þú velur þér tölvu og kemur svo í útibúið þitt og sækir um lánið.
  • Upphæðin er svo lögð inn á reikninginn þinn og þú ferð og kaupir þér tölvuna.

Reiknivél


Námslokalán

Að loknu námi getur reynst nauðsynlegt að rétta við fjárhaginn. Markmiðið með námslokaláni er að aðstoða námsmenn við að koma undir sig fótunum að skóla loknum.

  • Lánið er óverðtryggt og að hámarki 1.500.000 krónur.
  • Miðað er við að lánið sé greitt niður á fimm árum. Heimilt er að fresta gjalddaga fyrstu afborgunar í allt að tvö ár og greiða aðeins vexti á því tímabili. Lánstíminn getur þá lengst í allt að sjö ár.

Rétt á námslokaláni eiga einstaklingar sem:

  • Hafa lokið lánshæfu námi skv. reglum LÍN.
  • Hafa verið í viðskiptum við Landsbankann í minnst eitt ár.
  • Eru lánshæfir samkvæmt útlánareglum bankans.

Landsbankinn býður ungu fólki, sem er að ljúka námi og feta sig áfram á lífsbrautinni, upp á námslokakjör í Vörðunni.


Yfirdráttarlán á Námureikningi

Námufélögum býðst yfirdráttarlán á hagstæðari kjörum en á almennum yfirdráttarlánum.