Greiðsluþjónusta

Léttu mér lífið

Það er sama hvaða lífstíl þú velur – hvort sem þú leigir eða kaupir húsnæði, átt bifreið eða hjól, ferðast eða heldur þig heima – þú þarft alltaf að skipuleggja fjármálin og þá er gott að fá aðstoð. Landsbankinn býður námufélögum sérstaka fjármálaþjónustu, sem er sniðin að þeirra þörfum. Námufélögum býðst greiðsluþjónusta og greiðsludreifing frítt fyrsta árið.

Greiðsluþjónusta

Gott fyrir þá sem eru með fáa reikninga

  • Frábær kostur fyrir námufélaga með fáar mánaðarlegar greiðslur en vilja losna við áhyggjur af þeim um hver mánaðamót.
  • Með greiðsluþjónustu eru reikningar sendir beint í bankann en ekki heim til þín.
  • Bankinn dregur greiðslurnar af launareikningi þínum á gjalddaga og greiðir reikningana svo þú sleppur við að standa í röð um hver mánaðamót.

Nánar um greiðsluþjónustu Landsbankans

Greiðsludreifing

Gott fyrir þá sem vilja jafna útgjöldin yfir árið

  • Greiðsludreifing er einföld en frábær leið til að jafna útgjöld.
  • Heildarútgjöld ársins eru reiknuð og þeim síðan dreift á 12 mánuði. Þú greiðir því alltaf sömu upphæð mánaðarlega.
  • Sveiflur í útgjöldum hverfa og öll skipulagning fjármála auðveldast til muna.
  • Allir reikningar eru sendir beint til bankans sem sér um að greiða þá á gjalddaga.

Nánar um greiðsludreifingu Landsbankans