Betri kjör

Náman býður námufélögum hagstæðari kjör á fjármálaþjónustu

Lán

Námufélögum eldri en 18 ára bjóðast ýmsir lánamöguleikar. Forsenda þess að hægt sé að fá lán er að til staðar sé traust viðskiptasamband sem byggir á ábyrgð og heiðarleika.

Nánar um lán

Sparnaður

Sparnaður getur verið með ýmsu móti, en ein besta leiðin til að spara er þó reglubundinn sparnaður. Aðeins þarf að ákveða hve mikið  á að spara og hversu ört, en alltaf er hægt að breyta sparnaðarupphæð. Margföldunaráhrif reglubundins sparnaðar eru mikil og því auðvelt að byggja upp varasjóð.

Góður varasjóður getur komið í veg fyrir óvænt eða mikil útgjöld, s.s. viðgerðir eða sumarfrí, setji fjárhaginn úr skorðum. Þegar stofnað er til sparnaðar þarf að huga að því hversu aðgengilegir peningarnir eiga að vera. Ef spara á til nokkurra ára gætu bundnir reikningar hentað vel, en ef byggja á upp varasjóð gæti hentað betur að spara inn á reikning sem hefur stuttan eða engan binditíma.

Nánar um sparnað


Greiðsluþjónusta

Námufélögum býðst greiðsluþjónusta og greiðsludreifing frítt fyrsta árið.

Nánar um greiðsluþjónustu

Framfærslulán

Námufélögum bjóðast framfærslulán sem miðast við 95% af lánsáætlun frá Menntasjóði námsmanna.

Nánar um þjónustuna


Tryggingar

Nauðsynlegt er að huga vel að tryggingum þegar lagt er af stað út í lífið en ekki er sjálfgefið að tryggingar forráðamanna gildi fyrir námsmenn.

Húsaleiguábyrgðir

Viðskiptavinir í námi geta fengið húsaleiguábyrgð án þóknunar ef trygging er 100% handveð í innstæðum, þeir greiða þá aðeins umsýslugjald/breytingargjald.