Náman

Sérsniðin þjónusta fyrir ungt fólk

Þegar þú leggur af stað út í lífið þarftu að hafa góða einbeitingu og skipulag. Það er nefnilega nauðsynlegt að geta helgað sig markmiðum sínum án þess að hafa áhyggjur af fjármálunum. Þess vegna er mikilvægt að hafa góða yfirsýn og aðgang að góðri ráðgjöf þegar þú þarft á henni að halda.

Náman og ótal fríðindi sem henni fylgja eru sérsniðin fyrir ungt fólk; fríar kortafærslur, hagstæðir vextir af yfirdráttarlánum, námsstyrkir, afslættir og tilboð á skólavörum, tryggingum og jafnvel bíóferðum.


Náman og LÍN

Náman vill vera samherji þinn þegar kemur að námslánum. Náman býður hagstæð framfærslulán, líka í erlendri mynt ef þú ert í námi erlendis. Þegar þú lýkur námi áttu kost á námslokaláni sem hjálpar þér af stað út í lífið.

Nánar um LÍN-þjónustu


Það borgar sig að hafa yfirsýn

Á L.is, farsímaútgáfu netbankans hefur þú fjármálin alltaf við höndina og auðkennislykill er óþarfur. Ef þú ert með regluleg útgjöld, t.a.m. æfingagjöld, afborganir af lánum eða húsaleigu, er sniðugt að kynna sér sjálfvirka skuldfærslu eða greiðsluþjónustu. Í Námunni færðu líka aðgang að Meniga sem er bókhald sem sýnir þér sjálfkrafa hvert peningarnir fara. Sparnað er auðvitað mikilvægt að tileinka sér og svo er alltaf velkomið að setjast niður með þjónustufulltrúa í útibúinu og fara yfir málin.


Aukakrónur - það munar um þær

Aukakrónur er fríðindakerfi Landsbankans. Þú safnar Aukakrónum við notkun á kreditkorti sem er tengt við Aukakrónusöfnun. Það er hægt að tengja allar tegundir kreditkorta við Aukakrónusöfnun, líka fyrirframgreitt kreditkort. Aukakrónurnar sem safnast getur þú síðan notað til að kaupa eitthvað skemmtilegt eða gagnlegt hjá hundruðum samstarfsaðila um allt land.

Nánar um Aukakrónur


Hvað þýðir að vera fjárráða

 

Við 18 ára aldur verða einstaklingar fjárráða. Það að öðlast fjárræði hefur í för með sér ýmsar breytingar, t.d. verða öll umboð sem viðskiptavinur hefur veitt fyrir 18 ára afmælisdaginn, ógild. Fjárráða einstaklingar hafa full yfirráð yfir fjármunum sínum, bera ábyrgð á fjárhagslegum skuldbindingum og fjárhagslegri framtíð sinni. Traust og heiðarleiki eru mjög mikilvægir þættir í bankaviðskiptum og því lykilatriði að einstaklingar byggi upp góða viðskiptasögu, því hún getur skipt miklu máli þegar fram í sækir.

Nánar um það sem fellst í því að vera fjárráða


Tilboð og fríðindi – nám á líka að vera skemmtilegt

Það er nauðsynlegt að verðlauna sig öðru hvoru fyrir dugnaðinn. Námufélagar fá 2 fyrir 1 í bíó, afslætti af ýmsum vörum og þjónustu, regluleg tilboð og frítt á viðburði. Það borgar sig að fylgjast vel með á Facebook-síðu Námunnar.

Náman á Facebook


Kostir þess að vera í Námunni

Betri kjör

  • Hagstæðir vextir
  • 150 fríar færslur
  • Kreditkort, frítt fyrsta árið
  • Yfirdráttarheimild

Þjónusta

Náman á Facebook

Náman á Facebook

Á Facebook-síðu Námunnar er að finna ýmis tilboð, sparnaðarráð, verðlaunaleiki og margt fleira sem gerir námið þægilegra, skemmtilegra og ódýrara. Á síðunni er líka hægt að fá svör við spurningum um vörur og þjónustu Landsbankans.

Finndu okkur á Facebook