Náman

Sérsniðin þjónusta fyrir ungt fólk

Náman er vildarþjónusta fyrir ungt fólk á aldrinum 16 – 24 ára.

Náman og ótal fríðindi sem henni fylgja eru sérsniðin fyrir ungt fólk; aðgangur að góðri ráðgjöf, fríar kortafærslur, hagstæð kjör, námsstyrkir, afslættir og ýmis tilboð

Í Landsbankaappinu getur þú sinnt bankaviðskiptum þínum og haft góða yfirsýn yfir fjármálin.

 

Kostir þess að vera í Námunni

Betri kjör

  • Hagstæðir vextir
  • Debetkort, frítt árgjald
  • 150 fríar færslur
  • Kreditkort, lágt árgjald
  • Yfirdráttarheimild

Þjónusta


Borgaðu með símanum

Þú getur skráð bæði debet- og kreditkortin þín í Apple Pay eða Android-kortaapp Landsbankans og borgað með símanum eða öðrum snjalltækjum. Það er einfalt að skrá kortin beint í Apple Pay í gegnum Landsbankaappið eða Apple Wallet. Fyrir Android síma þarf að sækja kortaapp Landsbankans í Google Play Store og skrá kortið þar. Það er fljótlegt og öruggt að borga með símanum en úttektarheimildir og öll önnur virkni kortanna í símanum er sú sama og þegar greitt er með greiðslukortinu sjálfu. Fríðindi á borð við Aukakrónur og tryggingar haldast því einnig óbreytt.

Nánar um Apple Pay

Nánar um Android-kortaappið


Náman og LÍN

Náman vill vera samherji þinn þegar kemur að námslánum. Náman býður hagstæð framfærslulán, líka í erlendri mynt ef þú ert í námi erlendis. Þegar þú lýkur námi áttu kost á námslokaláni sem hjálpar þér af stað út í lífið.

Nánar um LÍN-þjónustu


Það borgar sig að hafa yfirsýn

Í appi Landsbankans hefur þú fjármálin alltaf við höndina. Ef þú ert með regluleg útgjöld, t.a.m. æfingagjöld, afborganir af lánum eða húsaleigu, er sniðugt að kynna sér sjálfvirka skuldfærslu eða greiðsluþjónustu. Í Námunni færðu líka aðgang að Meniga sem er bókhald sem sýnir þér sjálfkrafa hvert peningarnir fara. Sparnað er auðvitað mikilvægt að tileinka sér og svo er alltaf velkomið að setjast niður með þjónustufulltrúa í útibúinu og fara yfir málin.


Aukakrónur - það munar um þær

Aukakrónur er fríðindakerfi Landsbankans. Þú safnar Aukakrónum við notkun á kreditkorti sem er tengt við Aukakrónusöfnun. Það er hægt að tengja allar tegundir kreditkorta við Aukakrónusöfnun, líka fyrirframgreitt kreditkort. Aukakrónurnar sem safnast getur þú síðan notað til að kaupa eitthvað skemmtilegt eða gagnlegt hjá hundruðum samstarfsaðila um allt land.

Nánar um Aukakrónur


Hvað þýðir að vera fjárráða

 

Við 18 ára aldur verða einstaklingar fjárráða. Það að öðlast fjárræði hefur í för með sér ýmsar breytingar, t.d. verða öll umboð sem viðskiptavinur hefur veitt fyrir 18 ára afmælisdaginn, ógild. Fjárráða einstaklingar hafa full yfirráð yfir fjármunum sínum, bera ábyrgð á fjárhagslegum skuldbindingum og fjárhagslegri framtíð sinni. Traust og heiðarleiki eru mjög mikilvægir þættir í bankaviðskiptum og því lykilatriði að einstaklingar byggi upp góða viðskiptasögu, því hún getur skipt miklu máli þegar fram í sækir.

Nánar um það sem fellst í því að vera fjárráða


Tilboð og fríðindi – nám á líka að vera skemmtilegt

Það er nauðsynlegt að verðlauna sig öðru hvoru fyrir dugnaðinn. Námufélagar fá 2 fyrir 1 í bíó, afslætti af ýmsum vörum og þjónustu, regluleg tilboð og frítt á viðburði.