Sparnaður

Sparireikningar

Það er aldrei of snemmt að byrja að spara. 
Klassafélögum stendur til boða fjölbreyttar sparnaðarleiðir með góðum innlánsformum.

Framtíðargrunnur

 • Hæstu vextir sparireikninga Landsbankans
 • Verðtryggður innlánsreikningur
 • Bundinn til 18 ára aldurs

Nánar

Landsbók

 • Verðtryggður innlánsreikningur
 • Bundinn í 36 eða 60 mánuði
 • Eftir binditímann er hver innlögn laus í einn mánuð en verður svo aftur bundin í fimm mánuði, þ.e. af hverjum sex mánuðum er innlögnin laus í einn mánuð.

Nánar


Kjörbók

 • Óverðtryggður innlánsreikningur
 • Alltaf laus til útborgunar
 • Vextir eru lagðir við höfuðstól tvisvar á ári

Nánar

Sparireikningur

 • Óverðtryggður innlánsreikningur
 • Bundinn í 12 mánuði eða lengur
 • Hver innlögn er bundin í 12 mánuði og er laus eftir þann tíma

Nánar


Reglulegur sparnaður

Reglubundinn sparnaður er einföld sparnaðarleið. Einungis þarf að ákveða hve mikið á að leggja fyrir og hversu ört. Hægt er að minnka eða auka við sparnaðinn þegar við á. Auðvelt er að millifæra mánaðarlega ákveðna fjárhæð yfir á sparnaðarreikning.

Nánar

Sjóðir Landsbankans

Verðbréfa- og fjárfestingasjóðir Lands-bankans eru safn verðbréfa. Með því að fjárfesta í sjóðum er hægt að dreifa áhættu af fjárfestingum og draga úr sveiflum í ávöxtun verðbréfasafns. Fjárfestingin er því ekki háð verðbreytingum á einu fyrirtæki eða einum flokki verðbréfa á markaðnum.

Nánar

Fermingarsparnaður

Fermingarbörn eru hvött til að leggja fermingarpeningana sína fyrir og ávaxta þá. Landsbankinn greiðir 6.000 króna mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn. Það sama gildir ef keypt er fyrir 30.000 kr. eða meira í verðbréfasjóðum. Ef báðir kostir eru nýttir leggur Landsbankinn því til 12.000 kr. í mótframlag. Þannig viljum við hvetja til sparnaðar.

Gjafakort Landsbankans hentar þeim vel sem vilja gefa sparnað í fermingargjöf. Kortið er gjöf sem getur lagt grunn að traustum fjárhag í framtíðinni. Það er í fallegum gjafaumbúðum og fæst í útibúum Landsbankans.