Framtíðargrunnur

Framtíðin lögð með góðri ávöxtun

Framtíðargrunnur verðtryggður

 • Reikningurinn hentar vel sem sparnaðarform fyrir börn og unglinga yngri en 15 ára.
 • Reikningurinn er bundinn til 18 ára aldurs.
 • Ef innstæða er ekki tekin út við 18 ára aldur heldur hún óbreyttum kjörum.
 • Eftir 18 ára aldur er verðtryggði reikningurinn laus í 1 mánuð á 6 mánaða fresti.
 • Auðvelt að hefja reglubundinn sparnað, lágmarks innborgun er kr. 500 en heimilt er að leggja inn á reikninginn hvenær sem er umfram samningsbundna upphæð.
 • Engin þjónustugjöld, innlausnargjöld eða aðrar þóknanir.
 • Ekki er hægt að stofna verðtryggðan Framtíðargrunn á einstakling sem hefur náð 15 ára aldri.

Framtíðargrunnur óverðtryggður

 • Reikningurinn hentar vel sem sparnaðarform fyrir unglinga á aldrinum 15-18 ára.
 • Reikningurinn er bundinn til 18 ára aldurs.
 • Ef innstæða er ekki tekin út við 18 ára aldur heldur hún óbreyttum kjörum.
 • Auðvelt að hefja reglulegan sparnað, lágmarks innborgun er kr. 500 en heimilt er að leggja inn á reikninginn hvenær sem er umfram samningsbundna upphæð.
 • Engin þjónustugjöld, innlausnargjöld eða aðrar þóknanir.
 • Ekki er hægt að stofna óverðtryggðan Framtíðargrunn á einstakling sem hefur náð 18 ára aldri.