Gjöf til framtíðar
Skráningu er lokið
Skráningu lauk 30. september 2024. Gjöfin verður lögð inn á reikninginn í október.
Framtíðargrunnur
Framtíðargrunnur er sparireikningur sem hentar vel fyrir börnin og er fyrst laus til útborgunar við 18 ára aldur. Foreldrar eða aðrir forsjáraðilar sækja um reikninginn í appinu eða netbankanum. Hægt er að velja hvort reikningurinn er verðtryggður eða óverðtryggður og hann ber hæstu innlánsvexti sem eru í boði hverju sinni. Það er auðvelt að spara reglulega með sjálfvirkum millifærslum inn á hann.
Sprotarnir
Sprotarnir eru fyrir yngsta fólkið. Öll börn 8 ára og yngri sem eru með reikning hjá okkur verða sjálfkrafa Sprotafélagar. Hér byrjum við að huga að sparnaði fyrir framtíðina og lærum hvernig fara á með peningana.
Ákvarðanir um fjármál eru mikilvægur þáttur í lífi fólks óháð aldri og hér hafa verið teknar saman reglur sem gilda um meðferð fjármuni barna. Umfjöllunin er þó langt frá því að vera tæmandi.
Allar upplýsingar um þig eða sem tengjast þér eru persónuupplýsingar, t.d. nafnið þitt, kennitalan, heimilisfang og símanúmer og jafnvel ljósmyndir af þér eða myndbönd.
Við níu ára aldur geta börn, með samþykki foreldra eða forsjáraðila, fengið debetkort og skoðað bankareikningana sína í appi og netbanka. Við 13 ára aldur þurfa þau ekki lengur slíkt samþykki.
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.