Reglubundinn sparnaður

Reglubundinn sparnaður er ein besta leiðin til að spara. Þú setur þér skýr markmið og ákveður hve háa upphæð þú vilt spara mánaðarlega.

Hægt er að leggja fyrir tiltekna upphæð á mánuði í sjóði eða á sparireikninga. Með mánaðarlegum kaupum í verðbréfasjóði, minnkar þú viðskiptakostnað og dregur úr sveiflum í ávöxtun í samanburði við staka fjárfestingu fyrir stærri upphæð.

Með reglubundnum sparnaði getur þú komið þér upp varasjóði eða sparað til lengri tíma á sparireikningi frá 500 kr. á mánuði eða byggt upp eignasafn með áskrift að sjóðum frá 5.000 kr. á mánuði. Veittur er 100% afsláttur af þóknun við reglubundin kaup í sjóðum.

Hægt er að skrá sig í reglubundinn sparnað í netbanka Landsbankans, í gegnum verðbréfaráðgjöf í síma 410 4040 eða með því að senda beiðni á verdbrefaradgjof@landsbankinn.is. Einnig er hægt að koma við í næsta útibúi Landsbankans.

Pantaðu ráðgjöf

Reiknaðu dæmið

Sparnaður í áskrift

Þú getur gengið frá reglubundnum sparnaði í sjóðum og á innlánsreikningum í netbanka Landsbankans.

Stofna reglubundinn sparnað

Skammtímasparnaður

Sparireikningur

3, 12 eða 24 mánaða binding.

Óverðtryggður bundinn reikningur. Með reglubundnum sparnaði er öll upphæðin laus 3, 12 eða 24 mánuðum frá fyrsta framlagi.

Vaxtareikningur

Engin binding

Óverðtryggður reikningur með stighækkandi vöxtum eftir innstæðu.

Veltubréf 2

Betri kjör á innlánum í krafti stærðar

Sjóðurinn hentar þeim sem vilja fjárfesta í sjóði sem fjárfestir að mestu í innlánum og mjög stuttum verðbréfum. Í krafti stærðar fær sjóðurinn betri kjör á innlánum en bjóðast almenningi.

Sparibréf meðallöng 1

Góð dreifing í ríkisskuldabréfasjóði

Góður kostur fyrir þá sem kjósa virka eignastýringu í ríkisskuldabréfum. Sjóðurinn fjárfestir í meðallöngum verðbréfum með ábyrgð íslenska ríkisins, verðtryggðum og óverðtryggðum.

Langtímasparnaður

Landsbók 36, 48, 60

Bundinn verðtryggður reikningur

Í reglubundnum sparnaði er öll upphæðin laus eftir 36, 48 eða 60 mánuði frá fyrstu innborgun.


Fasteignagrunnur

Fasteignagrunnur er sparireikningur í boði fyrir viðskiptavini, 15 til 35 ára í reglubundnum sparnaði. Reikningurinn er sniðinn að þörfum viðskiptavina sem vilja byrja að spara fyrir útborgun í fasteign. Fasteignagrunnur er í boði bæði óverðtryggður með lágmarksbindingu til 12 mánaða og verðtryggður með lágmarksbindingu til 36 mánaða.

Eignabréf 2

Virk stýring milli hlutabréfa og skuldabréfa

Sjóður fyrir þá sem vilja virka stýringu og blandað eignasafn þar sem grunnurinn er með ábyrgð íslenska ríkisins. Sjóðurinn hefur heimild til að fjárfesta í hlutabréfum og öðrum skuldabréfum en íslenska ríkisins.

Úrvalsbréf 2

Úrval skráðra hlutbréfa

Fyrir þá sem vilja virka stýringu í innlendum hlutabréfum og njóta áhættudreifingar um leið. Fyrir þá sem þola miklar sveiflur í ávöxtun.

Fyrirvari

1) Verðbréfasjóðir. 2) Fjárfestingarsjóðir.
Rekstrarfélag sjóðanna er Landsbréf hf. og vörslufélag þeirra er Landsbankinn hf. Sjóðirnir eru starfræktir í samræmi við lög nr. 128/2011 og lúta eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Áhætta fylgir ávallt fjárfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað eða lækkað . Nánari upplýsingar má finna í útboðslýsingum sjóða og lykilupplýsingum þeirra á landsbankinn.is og á landsbref.is. Fjárfestum er bent á að kynna sér útboðslýsingar sjóða áður en fjárfest er í þeim. Fjárfesting í fjárfestingarsjóði telst almennt áhættumeiri en fjárfesting í verðbréfasjóði. Upplýsingar þessar eru settar fram í upplýsingaskyni og skal ekki líta á þær sem hvatningu eða ráðgjöf um tiltekna fjárfestingu.