Fasteignagrunnur

Reikningur fyrir þá sem vilja spara fyrir húsnæðiskaupum

Fasteignagrunnur er sparireikningur í boði fyrir viðskiptavini, 15 til 35 ára í reglubundnum sparnaði. Reikningurinn er sniðinn að þörfum viðskiptavina sem vilja byrja að spara fyrir húsnæðiskaupum. Fasteignagrunnur er í boði bæði óverðtryggður með lágmarksbindingu til 12 mánaða og verðtryggður með lágmarksbindingu til 36 mánaða.

Eiginleikar Fasteignagrunns

  • Mótframlag við reglubundinn sparnað.
  • Innflutningsgjöf við fasteignakaup.
  • Engin þjónustugjöld, innlausnargjöld eða aðrar þóknanir.
  • Úttekt fyrst möguleg við 18 ára aldur.
  • Hægt er að stofna einn reikning fyrir hvern viðskiptavin.

Mótframlag

Viðskiptavinir sem uppfylla skilyrði um 5.000 kr. reglubundinn sparnað á mánuði fá mótframlag í lok fyrstu tveggja sparnaðaráranna. Mótframlagið nemur meðaltals sparnaðarupphæð í reglubundnum sparnaði á árinu, að hámarki 10.000 kr. á hvoru sparnaðarári.

Við kaup á fasteign

Viðskiptavinir sem nýta innstæðu sína til fasteignakaupa og taka íbúðalán hjá Landsbankanum fá innflutningsgjöf, Gjafakort Landsbankans að upphæð 20.000 kr., fyrir hver íbúðakaup sem fjármögnuð eru með láni frá Landsbankanum. Eitt gjafakort fylgir þannig með fjármögnun á einni íbúð.

Skilmálar Fasteignagrunns


Reiknivél: fasteignagrunnur

  
%
  
ár
  
kr.
  
kr.