Já, allir geta greitt í sjóðinn nema þeim sem er skylt samkvæmt kjarasamningum að velja ákveðinn lífeyrissjóð.
- Einstaklingar
- Fyrirtæki
- Markaðurinn
- Umræðan
- Bankinn
Meiri séreign og aukinn sveigjanleiki
Íslenski lífeyrissjóðurinn
Með skyldulífeyrissparnaði hjá Íslenska lífeyrissjóðnum ávinnur þú þér ævilangan lífeyri í formi samtryggingar en jafnframt ávaxtast hluti sparnaðar þíns í formi séreignar sem erfist. Hlutfall séreignar fer eftir því hvaða útgreiðsluleið þú velur.

Val um greiðsluleiðir
Boðið er upp á fjórar greiðsluleiðir þar sem hlutfall séreignar er mishátt. Þú getur valið um að 48-79% fari í séreign sem erfist að fullu (miðað við 15,5% skylduiðgjald). Það sem ekki rennur í séreign fer í samtryggingu sem tryggir þér ævilangan lífeyri auk maka-, barna- og örorkulífeyris.

Fjölbreyttar ávöxtunarleiðir
Í samtryggingarhluta er ein ávöxtunarleið þar sem tekin er hófleg áhætta með það að markmiði að ná góðri ávöxtun til lengri tíma. Í séreign er boðið upp á fjórar ávöxtunarleiðir: Líf I, Líf II, Líf III og Líf IV. Mesta áhættan er í Líf I þar sem hlutfall hlutabréfa er hæst. Áhætta fer svo minnkandi og er minnst í Líf IV þar sem fjárfest er eingöngu í ríkisskuldabréfum og innlánum.

Útgreiðslur
Útgreiðslur úr skyldulífeyrissparnaði geta ýmist verið vegna aldurs, örorku eða andláts.
Sjóðfélagavefur
Þú finnur upplýsingar um inneign þína, réttindi og hreyfingar á lífeyrissparnaði þínum á sjóðfélagavef Landsbankans.
Á sjóðfélagavefnum getur þú meðal annars:

Lífið eftir vinnu
Mikilvægt er að huga tímanlega að lífeyrismálum, því lífeyrir hefur mikil áhrif á það svigrúm sem fólk hefur til að njóta lífsins eftir starfslok og skapar möguleika á að hætta fyrr að vinna.
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Landsbankinn hf.
Austurstræti 11, 155 Reykjavík
Kt. 471008-0280
Swift/BIC: NBIIISRE
Sími: 410 4000
landsbankinn@landsbankinn.is
Lagalegur fyrirvari
Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.
Tryggja virkni vefsins
Greina notkun svo við getum mælt og aukið gæði vefsins
Notaðar til að birta persónubundnar auglýsingar