Sjálfbær sparnaður

Eigna­dreif­ing og sjálf­bærni að leið­ar­ljósi

Eigna­dreif­ing sjálf­bær legg­ur áherslu á ávöxt­un á grunni ábyrgra fjár­fest­inga.

Sjálfbærni valin sem leið til ávöxtunar

Eignadreifing sjálfbær er fjárfestingarsjóður sem leggur áherslu á ávöxtun á grunni ábyrgra fjárfestinga þar sem tekið er tillit til frammistöðu í umhverfismálum, félagslegum þáttum og góðum stjórnarháttum. Sjóðurinn er rekinn af Landsbréfum hf.

Hnattræn áhrif
Hringrás
Auðlindir
Ábyrgar fjárfestingar

Eignadreifing sjálfbær

Hlutverk sjóðsins er að hámarka ávöxtun miðað við ásættanlega áhættu. Í þessum sjóði er leið eignadreifingar og sjálfbærni valin til ávöxtunar.

Til að ná sem bestri ávöxtun með sem minnstri áhættu er skynsamlegt að fjárfesta í dreifðu eignasafni. Eignadreifingarsjóðir Landsbréfa fjárfesta í fleiri eignaflokkum og draga þannig úr áhættu, enda er ekki ráðlagt að setja öll eggin í sömu körfuna. Rannsóknir hafa sýnt að fyrirtæki sem taka sjálfbærni föstum tökum eru gjarnan áhættuminni fjárfestingakostir sem einnig geta gefið betri ávöxtun.

Hvernig leggjum við mat á  sjálfbærni?

Sjálfbærni fyrirtækja er alla jafna metin út frá frammistöðu þeirra í umhverfismálum (U),  félagslegum þáttum (F) og stjórnarháttum (S).

Val á hlutabréfum og hlutabréfasjóðum

Við val á hlutabréfum og hlutabréfasjóðum er litið til frammistöðu fyrirtækja í sjálfbærnimálum sem metin er af þriðja aðila. Niðurstaða matsins verður að vera ásættanleg svo fjárfest sé í fyrirtækinu eða sjóðnum.

Val á skuldabréfum

Leitast er við að fjárfesta í skuldabréfum sem skráð eru á Nasdaq Sustainable Bonds Iceland markaðinn, þar sem þau hafa hlotið vottun þriðja aðila sem staðfestir að fjármunum skuldabréfsins er ráðstafað í fjárfestingar sem stuðla að sjálfbærni. Við fjárfestingar í öðrum skuldabréfum og skuldabréfasjóðum er horft til þess að útgefendur skuldabréfa og sjóðir hafi viðunandi sjálfbærnieinkunn greiningaraðila.

Fjárfestum í framtíðinni

Fjárfestar hafa í auknum mæli tileinkað sér aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga. Ekki að ástæðulausu, þar sem rannsóknir sýna fylgni milli góðs árangurs fyrirtækja í sjálfbærnimálum og arðsemi í rekstri til lengri tíma.

Vindmyllur í Búrfellslundi.

Græn fjármögnun er allra hagur

Undanfarið hafa stór skref verið tekin í grænni fjármögnun Landsbankans og starfsemi síðasta árs hefur fengið alþjóðlega vottun á kolefnisjöfnun.

Fjöll

Vegvísir að sjálfbærri framtíð

Landsbankinn hefur nú gefið út sjálfbæra fjármálaumgjörð í fyrsta sinn. En hvers vegna og hvaða þýðingu hefur þessi útgáfa?

Almennur fyrirvari vegna fjárfestinga í sjóðum

Viðskipti með sjóði geta verið áhættusöm og ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Áhætta fylgir ávallt fjárfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað, t.d. vegna verðbreytinga á eignum sjóðanna og vegna gengisflökts gjaldmiðla þegar eignir sjóða eru í erlendum gjaldmiðlum.

Áhugasamir fjárfestar eru því hvattir til að gera sjálfstæða könnun á þeim upplýsingum sem ákvörðun þeirra um fjárfestingu byggir á og leita óháðrar ráðgjafar þar um, þ.m.t. um skattaleg atriði sem kunna að snerta fjárfestinguna.

Athygli er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir en verðbréfasjóðir samkvæmt lögum nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Fjárfestum er bent á að kynna sér vel lykilupplýsingar og útboðslýsingu sjóða áður en fjárfest er í þeim en þar eru að finna nánari upplýsingar um viðkomandi sjóð, s.s. um áhættuþætti, fjárfestingarheimildir og notkun afleiðna. Þá má finna almennar upplýsingar um áhættuþætti vegna fjárfestinga í sjóðum í áhættulýsingu Landsbankans vegna viðskipta með fjármálagerninga sem aðgengileg er hér til hliðar.

Útboðslýsingu, lykilupplýsingar, og aðrar upplýsingar um sjóði Landsbréfa má nálgast undir nafni viðkomandi sjóðs hér.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur