Greiðslur í séreignarsparnað eru dregnar af launum þínum fyrir skatt. Greiðslur úr séreignarsparnaði sem innágreiðslur á íbúðalán eða sem útborgun á íbúð eru ekki skattlagðar. En hefðbundnar útgreiðslur þ.e. útgreiðslur eftir 60 ára eru skattlagðar eins og laun.
Ekki er greiddur fjármagnstekjuskattur vegna ávöxtunar sem þú ávinnur þér á sparnaðartímanum.
Við fráfall er ekki greiddur erfðafjárskattur af séreignarsparnaði.