Sparað með korti

Að spara með korti er skemmtileg og auðveld sparnaðarleið. Þú byggir smátt og smátt upp sparnað sem hægt er að grípa til þegar á þarf að halda.

Þegar sparað er með debetkorti eru færslur dagsins teknar saman í lok hvers bankadags, sparnaðurinn lagður saman og millifærður samdægurs í einni upphæð inn á þann sparnaðarreikning sem reikningseigandi hefur valið sér.

Þegar sparað er með kreditkorti eru færslur tímabilsins reiknaðar í lok hvers úttektartímabils, sparnaðurinn lagður saman og millifærður í einni upphæð inn á þann sparnaðarreikning sem korthafi hefur valið sér. Millifærslan er framkvæmd á eindaga kreditkortareiknings. Athugið að ef kreditkortið er Plúskort er ekki hægt að spara með því.

Hægt er að skrá sig í þjónustuna Sparað með korti í netbankanum.

Hvað þarft þú að gera?

 1. Þú skráir þig í þjónustuna og velur kort og sparnaðarreikning.
 2. Þú velur sparnaðarleið:
  • Hver færsla er hækkuð í næstu 100, 500 eða 1.000 kr. og mismunurinn er lagður inn á sparnaðarreikning þinn.*
  • Hver færsla er hækkuð um fasta upphæð - 100, 250, 500 eða 1.000 kr. - sem lögð er inn á sparnaðarreikning þinn.*
 3. Þú verslar eins og vanalega. Bankinn reiknar saman sparnaðinn og leggur inn á þann sparnaðarreikning sem þú hefur valið. Einfalt og áreynslulaust.

*Athugið að ekki er sparað á yfirdrætti.

Notkunardæmi

 • Hækka í næstu 500 kr.
  Þú kaupir fyrir 1.250 kr.
  Færslan er hækkuð í 1.500 kr. Mismunurinn (250 kr.) er lagður inn á sparnaðarreikning þinn.
  Þú hefur sparað 250 kr.

 • Hækka hverja færslu um 250 kr.
  Þú kaupir fyrir 500 kr. Færslan er hækkuð um 250 kr. sem lagðar eru inn á sparnaðarreikning þinn.
  Þú hefur sparað 250 kr.

Sparnaður*
Sparnaður á færslu Sparnaður á mánuði Sparnaður á einu ári
Hækkað upp í
100 kr. 50 kr.** 1.000 kr. 12.000 kr.
500 kr. 250 kr.** 5.000 kr. 60.000 kr.
1.000 kr. 500 kr.** 10.000 kr. 120.000 kr.
Hækkað um
100 kr. 100 kr. 2.000 kr. 24.000 kr.
250 kr. 250 kr. 5.000 kr. 60.000 kr.
500 kr. 500 kr. 10.000 kr. 120.000 kr.
1.000 kr. 1.000 kr. 20.000 kr. 240.000 kr.

* M.v. 20 færslur á mánuði
**Að meðaltali

Skilmálar

Nánar um þjónustuna