Þeir sem vilja eignast sína fyrstu íbúð geta nýtt greiðslur í viðbótarlífeyrissparnað sem útborgun við íbúðakaup eða niðurgreiðslu íbúðalána. Greiðslurnar eru skattfrjálsar og þú færð mótframlag frá vinnuveitanda sem þú getur einnig notað til íbúðakaupa.
Beiðni þín um viðbótarlífeyrissparnað hefur verið móttekin. Ráðgjafi okkar mun hafa samband við þig innan tíðar.
Landsbankinn í samstarfi við Útvarp 101 fékk Pétur Kiernan, 22 ára háskólanema, til að kynna sér íbúðamál ungs fólks, kosti þess að leigja og kaupa, húsnæðissparnað og viðbótarlífeyrissparnað.
Í fjórum stuttum þáttum ræðir Pétur við ungt fólk um reynslu þeirra á íbúðamarkaði og spjallar einnig við Ara Skúlason hagfræðing hjá Landsbankanum um stöðu mála á húsnæðismarkaði.
Nánar á Umræðunni
Með því að leggja reglulega fyrir, til viðbótar við viðbótarlífeyrissparnað, myndast samlegðaráhrif sem geta stytt tímann umtalsvert sem það tekur að safna fyrir íbúð. Landsbankinn býður fjölbreytta sparnaðarmöguleika, sparnaðarreikninga og sjóði til lengri og skemmri tíma, allt eftir því hver markmiðin eru.
Fá sparnaðarráðgjöf
Fyrsta skrefið til að safna fyrir íbúð með þessum hætti er að skrá sig í viðbótarlífeyrissparnað. Þegar svo kemur að úttekt á uppsöfnuðum iðgjöldum vegna kaupa á fyrstu íbúð þarf að senda rafræna umsókn um slíka ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar hjá ríkisskattstjóra innan tólf mánaða frá undirritun kaupsamnings. Sama gildir um ráðstöfun iðgjalda inn á húsnæðislán.
Þeir sem ekki nýta eða fullnýta þau 10 ár sem heimilt er að safna fyrir útborgun í íbúð geta nýtt viðbótarlífeyrissparnaðinn til að greiða inn á íbúðalánið sitt. Þú nýtur áfram skattfrelsis og mótframlags, sparar vaxtabyrði í framtíðinni og lækkar verðbætur ef lánið er verðtryggt.
Nánar um íbúðalán
Ekkert lántökugjald og 85% veðhlutfall
Landsbankinn býður hagstæð kjör og lánar allt að 85% af kaupverði fasteignar. Viðskiptavinir sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign greiða ekkert lántökugjald.
85% lánshlutfall
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift/BIC: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál
Hér getur þú sent okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun.