Sparaðu fyrir útborgun

Vinsamlegast leiðréttið eftirfarandi

  Villa

  Hagstæðasta leiðin til að spara fyrir fyrstu íbúð

  Þeir sem vilja eignast sína fyrstu íbúð geta nýtt greiðslur í séreignarsparnað (einnig nefnt viðbótarlífeyrissparnaður) sem útborgun við íbúðakaup eða niðurgreiðslu íbúðalána. Greiðslurnar eru skattfrjálsar og þú færð mótframlag frá vinnuveitanda sem þú getur einnig notað til íbúðakaupa.


   

  Umsókn um séreignarsparnað

  Séreignarsparnaður og fyrstu kaup:

  • Séreignarsparnað má nýta skattfrjálst í 10 ár til íbúðakaupa eða til að greiða inn á lán.
  • Launagreiðandi greiðir þér 2% af launum inn á sparnaðinn sem er í raun eins og launahækkun.
  • Hámarkssparnaður er 4% af launum frá launþega auk 2% frá launagreiðanda.
  • Einstaklingur getur að hámarki nýtt 5.000.000 kr. en sambúðarfólk eða hjón 10.000.000 kr. við kaup á fyrstu eign.
  • Árlega geta einstaklingar nýtt 500.000 kr. og sambúðarfólk eða hjón 1.000.000 kr. við kaup á fyrstu eign.
  • Allir sem eru að kaupa sína fyrstu eign geta nýtt sér þessa leið.
  • Til að fullnýta heimildina þarf einstaklingur að hafa 694.000 kr. í heildarlaun til að ná að hámarka árlegar fjárhæðir.

   

  Ungt fólk og íbúðamarkaðurinn

  Landsbankinn í samstarfi við Útvarp 101 fékk Pétur Kiernan, 22 ára háskólanema, til að kynna sér íbúðamál ungs fólks, kosti þess að leigja og kaupa, húsnæðissparnað og séreignarsparnað.

  Í fjórum stuttum þáttum ræðir Pétur við ungt fólk um reynslu þeirra á íbúðamarkaði og spjallar einnig við Ara Skúlason hagfræðing hjá Landsbankanum um stöðu mála á húsnæðismarkaði.

  Nánar á Umræðunni

   

  Reiknaðu út hve mikið þú getur sparað í útborgun

  Mánaðarlaun fyrir skatt
  Þitt framlag í viðbótarlífeyrissparnað
  Sparnaðartími í árum
  Reglubundinn sparnaður á mánuði
  Eftir 10 ár gætir þú átt 2.520.000 kr.
  Reiknivélin miðar við forsendur fyrir einstakling og er til viðmiðunar. Í útreikningum er miðað við 3,5% ávöxtun á reglubundnum sparnaði en ekki er tekið tillit til ávöxtunar á viðbótarlífeyrissparnaði.

  Reglubundinn sparnaður færir þig hraðar að markinu

  Með því að leggja reglulega fyrir, til viðbótar við séreignarsparnað, myndast samlegðaráhrif sem geta stytt tímann umtalsvert sem það tekur að safna fyrir íbúð. Landsbankinn býður fjölbreytta sparnaðarmöguleika, sparnaðarreikninga og sjóði til lengri og skemmri tíma, allt eftir því hver markmiðin eru.

   

  Hvaða áhrif hefur séreignarsparnaður á útborguð laun?

  kr.
  0 kr.
  0 kr.
  0 kr.
  0 kr.
  Athugið að séreignarsparnaður er frádráttarbær frá skattskyldum tekjum við innborgun, en greiddur er tekjuskattur við útborgun og við útgreiðslur má nýta ónýttan persónuafslátt.

   

  Umsókn og ráðstöfun

  Fyrsta skrefið til að safna fyrir íbúð með þessum hætti er að skrá sig í séreignarsparnað. Þegar svo kemur að úttekt á uppsöfnuðum iðgjöldum vegna kaupa á fyrstu íbúð þarf að senda rafræna umsókn um slíka ráðstöfun séreignarsparnaðar hjá ríkisskattstjóra innan tólf mánaða frá undirritun kaupsamnings. Sama gildir um ráðstöfun iðgjalda inn á húsnæðislán.

   

  Greiddu inn á íbúðarlánin með séreignarsparnaði

  Þeir sem ekki nýta eða fullnýta þau 10 ár sem heimilt er að safna fyrir útborgun í íbúð geta nýtt séreignarsparnaðinn til að greiða inn á íbúðalánið sitt. Þú nýtur áfram skattfrelsis og mótframlags, sparar vaxtabyrði í framtíðinni og lækkar verðbætur ef lánið er verðtryggt.

  Nánar um íbúðalán

  Ekkert lántökugjald og 85% veðhlutfall

  Landsbankinn býður hagstæð kjör og lánar allt að 85% af kaupverði fasteignar. Viðskiptavinir sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign greiða ekkert lántökugjald.

  85% lánshlutfall