Fróðleikur

Fróðleikur um sparnað

Sparnaður í stuttu máli

Skynsamlegasta leiðin til að eignast hluti er alltaf að eiga fyrir þeim, hvort sem þú ætlar að kaupa þér uppþvottavél eða íbúð. Þegar þú sparar færðu vexti ofan á upphæðina sem þú leggur til hliðar, þannig ávaxtar þú féð. Ef þú tekur lán greiðir þú hins vegar vexti og lántökugjöld og borgar þannig á endanum meira en ef þú hefðir safnað fyrir hlutnum.

Lesa nánar


Byggðu upp sparnað

Til að byggja upp sparnað þarftu að hafa góða yfirsýn yfir fjármálin og skýrar hugmyndir um það hvernig þú ætlar að ná markmiðum þínum. Landsbankinn aðstoðar viðskiptavini sína við að byggja upp eignir, allt frá fyrstu skrefum og þar til komið er að því að njóta ávaxtanna.

Lesa nánar


Sparaðu fyrir útborgun

Þeir sem vilja eignast sína fyrstu íbúð geta nýtt greiðslur í séreignarsparnað (einnig nefndur viðbótarlífeyrissparnaður) sem útborgun við íbúðakaup eða niðurgreiðslu íbúðalána. Greiðslurnar eru skattfrjálsar og þú færð mótframlag frá vinnuveitanda sem þú getur einnig notað til íbúðakaupa.

Lesa nánar