Vaxtareikningur Varðan 60

Vaxtareikningur Varðan 60 er besti óverðtryggði sparireikningurinn sem bankinn býður uppá. Reikningurinn er óbundinn og sérstaklega ætlaður Vörðufélögum sem eru orðnir 60 ára en er einnig í boði fyrir aðra viðskiptavini sem náð hafa þeim aldri.

Hærri vextir en á almennum Vaxtareikningi

Vaxtareikningur Varðan 60 ber hærri vexti en almennur Vaxtareikningur þar sem grunnþrep reikningsins er sambærilegt við þriðja vaxtaþrep Vaxtareiknings og fyrsta þrep er sambærilegt við fjórða þrep Vaxtareiknings.

Þrep Upphæð Vextir gr. mánaðarlega Vextir gr. árlega
Grunnþrep 0 - 19.999.999 0,35% 0,35%
Fyrsta þrep Yfir 20.000.000 0,45% 0,45%

Helstu kostir Vaxtareiknings

  • Engin lágmarksinnistæða.
  • Engin þjónustugjöld, innlausnargjöld eða aðrar þóknanir.
  • Engin binding.
  • Val um að fá vexti greidda mánaðarlega eða um áramót.

Reikna sparnað

Skilmálar Vaxtareiknings Varðan 60