Fasteignagrunnur

Fasteignagrunnur er óverðtryggður sparireikningur í boði fyrir viðskiptavini, 15 til 35 ára. Hver innborgun er bundin í 12 mánuði og er laus eftir þann tíma.

Ef skráður er Reglubundinn sparnaður á reikninginn verða allar innborganir lausar á sama tíma 12 mánuðum eftir að fyrsta innborgun er lögð inn. Ef haldið er áfram að greiða inn á reikninginn eftir að 12 mánaða binditíma lýkur hefst nýtt 12 mánaða tímabil í bindingu.

Eiginleikar Fasteignagrunns

  • Engin þjónustugjöld, innlausnargjöld eða aðrar þóknanir.
  • Úttekt fyrst möguleg við 18 ára aldur.
  • Hægt er að stofna einn reikning fyrir hvern viðskiptavin.

Eftir 1.11.2019 fellur mótframlag og réttur til innflutningsgjafar niður. Þeir sem stofnuðu Fasteignagrunn fyrir 1.11.2019 og voru byrjaðir í Reglubundnum sparnaði halda hins vegar rétti til mótframlags í lok fyrstu tveggja sparnaðaráranna ef haldið er áfram að spara reglulega. Skilyrðin eru að sparaðar séu að lágmarki 5.000 kr. á mánuði með reglubundnum sparnaði. Mótframlagið nemur meðaltals sparnaðarupphæð í reglubundnum sparnaði á árinu, að hámarki 10.000 kr. á hvoru sparnaðarári. Einnig stendur áfram réttur til Innflutningsgjafar á þá reikninga ef íbúðakaup eru fjármögnuð með láni frá Landsbankanum. Eitt gjafakort fylgir með fjármögnun á einni íbúð.

Skilmálar Fasteignagrunns