Viðbótarlífeyrissparnaður er mikilvæg viðbót við lögbundinn lífeyrissparnað og gerir þér kleift að byggja upp séreignarsparnað með einföldum og hagkvæmum hætti. Reiknaðu dæmið til enda miðað við þínar forsendur.
Pantaðu tíma hjá ráðgjafa
Reiknivél fyrir lögbundinn lífeyrissparnað og viðbótarlífeyrissparnað (ítarleg útgáfa)
Hér skal gefa upp þau mánaðarlaun, fyrir skatta, sem miða skal við í útreikningi lífeyrissparnaðar.
Ef þú átt inneign í lífeyrissparnaði nú þegar, skaltu gefa upp innistæðu hans hér. Sú upphafsinneign verður tekin inn í reikningana.
Laun fólks við upphaf lífeyrissparnaðar eru sjaldnast óbreytt yfir tímabil sparnaðarins. Hér má áætla þróun launanna yfir tímabilið sem prósentu hækkunar á ársgrundvelli. Grafið hér til hægri teiknar launaþróunina þegar þessum reit hefur verið breytt (ýtið á [Tab] eða smellið utan reitsins til að endurteikna grafið).
Hér skal gefa upp aldur þinn núna; þróun lífeyrissparnaðarins verður reiknuð frá þessum aldri fram til upphafs lífeyristöku.
Hér skal gefa upp við hvaða aldur er fyrirhugað að hefja lífeyristöku. Skv. lögum má hefja lífeyristöku í fyrsta lagi við 60 ára aldur.
Hér skal gefa upp við hvaða aldur er fyrirhugað að ljúka lífeyristöku. Skv. lögum á þessi aldur að vera minnst 67.
Hér skal gefa upp það sem þú vilt leggja fyrir á hverjum mánuði, sem prósentu af mánaðarlaunum fyrir skatta.
Mótframlag launagreiðanda, sem prósenta af mánaðarlaunum fyrir skatta. Venjulega er mótframlagið helmingur eigin framlags („Þitt framlag“ hér að ofan).
Raunverulega ávöxtun sparnaðar í sjóðum er ekki hægt að vita fyrirfram; hún fer eftir þróun markaða og hagkerfa. Hér skal slá inn þá áætluðu ávöxtun, prósentu á ársgrundvelli, sem gera skal ráð fyrir í útreikningunum.
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift/BIC: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál
Hér getur þú sent okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun.