Sparnaðarreiknir

Í þessari reiknivél er hægt að reikna hve mikið þarf að leggja fyrir á mánuði og í hve langan tíma til að sjá eignarmyndun í lok sparnaðartímabils eða ná settu markmiði. Setja má inn mismunandi ávöxtun, stofnupphæð ef einhver er, áætlaða reglulega sparnaðarupphæð og tímabil sparnaðar. Reiknaðu dæmið miðað við þínar forsendur.

 

Innsláttarreitir

Áætluð ávöxtun – Hér er hægt að slá inn vaxtatölu til að sjá hvaða áhrif mismunandi ávöxtun hefur á sparnaðarupphæðina.
Upphæð í byrjun – Hér er hægt að setja inn upphaflegan höfuðstól, ef einhver er, sem sparnaðurinn leggst ofan á.
Upphæð á mánuði – Hér er hægt að setja inn áætlaða upphæð til sparnaðar í hverjum mánuði.
Tími – Hér er hægt að skoða hvað tekur langan tíma að ná settu markmiði í sparnaði og hvað endanleg sparnaðarupphæð breytist með mismunandi löngum sparnaðartíma.