Snjallgreiðslur

Snjallgreiðslur Landsbankans eru einföld og þægileg leið til að millifæra. Það eina sem þarf er netfang eða farsímanúmer viðtakanda. Viðtökureikningur getur verið í hvaða banka sem er.

„Leggðu þetta bara inn á netfangið mitt“

Nú þarft þú hvorki kennitölu né reikningsnúmer þegar þú millifærir. Það eina sem þarf er netfang eða farsímanúmer viðtakanda. 

Viðskiptavinir Landsbankans geta sent snjallgreiðslur úr netbanka einstaklinga. Snjallgreiðslur henta sérstaklega vel fyrir tilfallandi greiðslur eins og kaffibollann, máltíðina eða sameiginlegar afmælisgjafir.

Viðtakandi getur verið í hvaða íslenska banka sem er

Sá sem tekur við millifærslunni getur verið í hvaða íslenska banka sem er en greiðsluþjónustan er bara fyrir viðskiptavini Landsbankans og fer fram í netbankanum. Þú finnur snjallgreiðslur í netbankanum á L.is eða landsbankinn.is

Skráðu þig í snjallgreiðslur

Sendu snjallgreiðslu úr netbanka


Það auðveldar málið að skrá sig strax

Með því að opna strax fyrir snjallgreiðsluboðleið auðveldar þú fólki að millifæra á reikninginn þinn.

Skráðu þig í snjallgreiðslur

Hvernig fer þetta fram?

 1. Veldu „Snjallgreiðslur“ í netbanka einstaklinga á L.is eða landsbankinn.is.

 1. Sláðu inn netfang eða farsímanúmer viðtakanda ásamt upphæð.

 

 1. Ef viðtakandi er ekki skráður í snjallgreiðslur fær hann boð um að skrá sig. Þetta þarf aðeins að gera einu sinni.

 1. Snjallgreiðslan er framkvæmd þegar þú hefur staðfest að um réttan viðtakanda sé að ræða.


Spurt og svarað

 • Hvað eru snjallgreiðslur?
 • Hvernig virka snjallgreiðslur Landsbankans?
 • Hvernig er öryggismálum snjallgreiðslna háttað?
 • Hvaða reikninga get ég skráð?
 • Get ég skráð marga reikninga og boðleiðir?
 • Þarf ég að vera með netbanka hjá Landsbankanum?
 • Ef ég skrái mig til að leyfa einum að millifæra á mig með snjallgreiðslum, get ég þá tekið við snjallgreiðslum frá öðrum?
 • Get ég afskráð mig?
 • Eru snjallgreiðslur bara fyrir viðskiptavini Landsbankans?
 • Hvenær fæ ég tilkynningar frá kerfinu?
 • Í hvaða aðstæðum nýtast snjallgreiðslur?
 • Get ég notast við erlend símanúmer?
 • Ef ég slæ inn rangt netfang eða símanúmer get ég þá hætt við greiðslu?
 • Getur einhver annar skráð mín netföng/farsímanúmer og látið greiðast inn á sinn bankareikning?
 • Hvað gerist ef viðtakandi greiðslu skráir ekki sínar upplýsingar?
 • Geta snjallgreiðslur stutt við ólöglega starfsemi?
 • Hvað gerist ef ég skipti um símanúmer eftir að hafa skráð það sem boðleið?
 • Mun Landsbankinn nota símanúmerið /netfangið til að selja mér vörur?