Kortaapp Landsbankans

Nú getur þú borgað með símanum þínum

Með kortaappi Landsbankans getur þú nú geymt bæði debet- og kreditkortin þín í farsímanum og borgað með símanum um allan heim í posum sem bjóða snertilausa virkni. Þú finnur appið „Kort“ í Google Play Store. Úttektarheimildir og öll önnur virkni appsins er sú sama og þegar greitt er með greiðslukorti. Fríðindi á borð við Aukakrónur og tryggingar haldast því einnig óbreytt.


Appið Kort má sækja endurgjaldslaust í Google Play Store. 

Fyrst um sinn virkar appið aðeins í farsímum með Android stýrikerfi.

Appið virkar fyrir viðskiptavini Landsbankans sem eru með debet- og/eða kreditkort frá Landsbankanum. Kortaappið fylgir tungumálastillingu símans.

Gerast viðskiptavinur

Skrá þarf persónuupplýsingar og velja notandanafn og lykilorð. Að því loknu er hægt að skrá eitt eða fleiri greiðslukort.

Til þess að sannreyna að kortið sé í þinni eigu er krafist auðkenningar með einskiptis lykilorði sem er sent með sms skilaboðum eða tölvupósti.

Tilgreina þarf kortið sem á að vera sjálfvalið þegar framkvæma á greiðslu og virkja möguleikann að greiða í verslun.

Nánar um skráningu

 

Til að framkvæma greiðslu þarf að aflæsa símanum. Síminn er því næst lagður að posa með snertilausri virkni, líkt og þegar greitt er með snertilausu korti.

Ekki er hægt að framkvæma greiðslur nema að eftirtöldum skilyrðum uppfylltum:

  1. Síminn er með læsingu (fingrafar, andlitsskanni eða lykilorð)
  2. Lykilorð er minnst 4 tölustafir
  3. Kortaappinu er veittur aðgangur að öryggisstillingum farsímans

Spurt og svarað

 

Öryggi kortaapps

Greiðslukort Landsbankans eru alþjóðleg Visakort sem fylgja nýjustu öryggisstöðlum. Það sama gildir um Visakort sem skráð eru í kortaapp Landsbankans, sem er þróað af Visa. Þegar kortanúmer er skráð í kortaappið verður til sýndarnúmer (token) sem eykur öryggi þegar greitt er með símanum. Við notkun kortaappsins þarf að framfylgja öryggisreglum við innskráningu í farsímann til að tryggja öryggi greiðsluupplýsinga sem skráðar eru í appið. Ekki er hægt að framkvæma greiðslur nema þessum öryggisreglum sé fylgt.

  1. Farsíminn þarf að hafa skjálæsingu með fingrafari, andlitsskanna, aðgangsorði eða lykilorði til að koma í veg fyrir að óviðkomandi aðilar geti notað símann við greiðslur í verslunum.
  2. Aðgangsorð þarf að vera minnst fjórir tölustafir.
  3. Lykilorð þarf að vera minnst 7 stafir og ekki lengra en 32 stafir.
  4. Ef viðskiptavinur veitir kortaappinu ekki aðgang að öryggisstillingum símtækisins er ekki hægt að nota aðgerðina „Greiða í verslun“.

Bankinn vinnur ekki persónuupplýsingar um auðkenningarleiðir viðskiptavinar. Upplýsingar um auðkenningar eru vistaðar í farsímanum. Nánari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga hjá Landsbankanum má finna í Almennum viðskiptaskilmálum Landsbankans og persónuverndarstefnu Landsbankans.

 

Uppfæra greiðslukort

Hægt er að skrá öll greiðslukort frá Landsbankanum í kortaappið en ef þitt kort er ekki að virka í kortaappinu gæti verið að þurfi að uppfæra það í snertilaust kort óháð því hvort það sé útrunnið eða ekki.


Komdu í viðskipti

Í Landsbankaappinu getur þú skráð þig í viðskipti við Landsbankann á örfáum mínútum. Þú sækir appið og auðkennir þig með rafrænum skilríkjum. Með appi Landsbankans geta viðskiptavinir bankans sinnt bankaviðskiptum í snjalltækjum, hvar og hvenær sem er.