Sparaðu fyrir útborgun

Hagkvæm leið til að spara fyrir húsnæði

Þessi sparnaðarleið gildir til 30. júní 2021 og er ætluð þeim sem áttu eigið húsnæði fyrir 1. júlí 2014.

Heimilt er að nýta iðgjöld í séreignarsparnað (einnig nefndur viðbótarlífeyrissparnaður) sem falla til á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2021 til kaupa á húsnæði. Úttektin er undanþegin tekjuskatti.

Það er best að sækja um séreignarsparnað sem allra fyrst. Eftir því sem umsókn dregst, því lægri fjárhæð er hægt að safna eða greiða inn á lán með þessum hætti. Nýttu þér kosti séreignarsparnaðar, mótframlag vinnuveitanda og skattfrelsi til að safna fyrir útborgun í íbúð eða til að greiða inn á lán.

Ath. Þeir sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign geta nýtt séreignarsparnað í 10 ár. Sækja þarf um innan 12 mánaða frá undirritun kaupsamnings.


Sparaðu fyrir útborgun í íbúð

 

Svona spararðu fyrir útborgun í íbúð

Séreignarsparnaður

Frá 1. júlí 2014 hefur verið heimilt að nýta iðgjöld í séreignarsparnaði skattfrjálst til söfnunar fyrir húsnæði. Hægt verður að nýta séreignarsparnað á tímabilinu júlí 2014 til júní 2021.


Mótframlag

Þegar þú nýtir séreignarsparnaðinn til að spara fyrir íbúðarhúsnæði færðu 2% mótframlag frá vinnuveitanda. Mótframlagið jafngildir 2% launahækkun og rennur óskert inn á sparnaðarreikninginn.


Reglubundinn sparnaður

Með því að gera meira og leggja líka fyrir í reglubundinn sparnað færðu góð kjör og færist hraðar nær markinu.Lykillinn að fasteign

Með þessu myndarðu mikilvægan grunn að húsnæðiseign. Séreignarsparnaðinn má nota skattfrjálst til kaupa á íbúðarhúsnæði til 30. júní 2021. Landsbankinn lánar allt að 85% af kaupverði. 

 

Reiknaðu dæmið: Sparað fyrir útborgun í íbúð

kr.
kr.
%
kr.

Fjármögnun íbúðakaupa eftir 3 ár

Áætlað verð fasteignar
kr.
85% íbúðarlán frá Landsbankanum
kr.
Sparifé
kr.
Viðbótarlífeyrissparnaður (4% + 2% mótframlag)
kr.
Hvað vantar til að brúa bilið?
kr.
Brúaðu bilið með mánaðarlegum sparnaði
kr.

Það er mikilvægt að hugsa fram í tímann

Kaup á íbúðarhúsnæði er ein mikilvægasta ákvörðun sem fólk tekur. Til þess þarf að eiga fyrir útborgun. Sparnaður með séreignarsparnaði samhliða reglubundnum sparnaði getur orðið mikilvægt skref í þá átt að eignast eigið húsnæði. Á síðunum Reglubundinn sparnaður í stuttu máli og Íbúðalán í stuttu máli færðu góðar upplýsingar um það sem þú þarft að hafa í huga þegar þú sparar fyrir húsnæði.

Þú þarft að greiða í séreignarsparnað til að geta nýtt úrræðið

Hér færðu greinargóðar upplýsingar um lífeyrissparnað og þær leiðir sem eru í boði. Á síðunni séreignarsparnaður eru upplýsingar um kosti séreignarsparnaðar og reiknivélar.

Hámark séreignarsparnaðar er 5.250.000 kr.

Einstaklingur getur nýtt, skattfrjálst, samtals 3.500.000 kr. en hjón og sambýlisfólk, sem uppfyllir skilyrði samsköttunar, geta nýtt 5.250.000 kr. greiðslur í séreignarsparnað. Greiðslur umfram það renna í hefðbundinn séreignarsparnað.

Heimilt verður að nýta iðgjöld í séreignarsparnað sem falla til á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2021 til kaupa á húsnæði. Heimildin gildir til 30. júní 2021. Úttektin er undanþegin tekjuskatti.

6% iðgjald (4% iðgjald launþega og 2% mótframlag launagreiðanda)

Skattleysi takmarkast við 500 þúsund kr. á ári á einstaklinga (333 þús. + 167 þús.) eða samtals 3,5 millj. kr. á sjö árum.

Skattleysi takmarkast við 750 þúsund kr. hjá hjónum og sambúðarfólki sem uppfyllir skilyrði til samsköttunar (500 þús. + 250 þús.) eða samtals 5.250.000 kr. á sjö árum.