Lækkaðu íbúðalánin með séreignarsparnaði

Landsbankinn býður leiðir sem hvetja til eignauppbyggingar og bættrar skuldastöðu. Þannig gefst fólki kostur á að nýta skattfrjálsan séreignarsparnað til að spara fyrir húsnæði og lækka íbúðalán.

Hagkvæm leið til að lækka íbúðalán

Þessi sparnaðarleið gildir til 30. júní 2021 og er ætluð þeim sem áttu eigið húsnæði fyrir 1. júlí 2014. Heimilt er að nýta iðgjöld í séreignarsparnað (einning nefnt viðbótarlífeyrissparnaður) til greiðslu inn á lán fyrir húsnæði til eigin nota. Úttekt séreignarsparnaðar er undanþegin tekjuskatti þegar greitt er inn á lán með þessum hætti.

Ath. Þeir sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign geta nýtt séreignarsparnað í 10 ár. Sækja þarf um innan 12 mánaða frá undirritun kaupsamnings.


Sparaðu fyrir útborgun í íbúð

Svona lækkar þú lánið

Margfaldaðu framlagið þitt

Þegar þú nýtir séreignarsparnaðinn til að greiða niður lánið þitt færðu 2% mótframlag frá vinnuveitanda og greiðir engan skatt. Mótframlagið jafngildir launahækkun og rennur óskert til lækkunar á láninu þínu.


Þú þarft að greiða í séreignarsparnað til að nýta úrræðið

Hægt verður að nýta séreignarsparnað til 30 júní 2021. Hér á vefnum færðu greinargóðar upplýsingar um séreignarsparnað og þær leiðir sem eru í boði. 

Hámarkslækkun er 5.250.000 kr. fyrir hjón og 3.500.000 fyrir einstakling

Enginn skattur er greiddur af séreignarsparnaði sem þú nýtir til lækkunar á íbúðaláni þínu. Með mótframlagi vinnuveitanda og skattfrelsi getur niðurgreiðslan í hverjum mánuði orðið margföld sú upphæð sem útborguð laun þín lækka um.

Þú greiðir engan skatt

Enginn skattur er greiddur af séreignarsparnaði sem þú nýtir til lækkunar á íbúðaláni þínu. Með mótframlagi vinnuveitanda og skattfrelsi getur niðurgreiðslan í hverjum mánuði orðið margföld sú upphæð sem útborguð laun þín lækka um.