Virk stýring

Virk stýring

Sjóðstjórar Eignastýringar sjá um að stýra eignum viðskiptavina í samræmi við fyrir fram skilgreinda fjárfestingarstefnu. Í upphafi velur viðskiptavinur fjárfestingarstefnu í samráði við viðskiptastjóra Einkabankaþjónustu.

Við val á fjárfestingarstefnu er mikilvægt að setja sér raunhæf markmið um fjárfestingartíma og ávöxtun. Í ljósi þeirra markmiða er hægt að nálgast þá stefnu sem hentar best til að uppfylla væntingar um ávöxtun og áhættu.

Atriði sem hafa áhrif á hversu mikið safnið sveiflast í verðmæti eru meðal annarra líftími skuldabréfa og vægi hlutabréfa . Þessi atriði og mörg önnur mun ráðgjafi þinn fara gaumgæfilega yfir með þér við ákvörðun fjárfestingarstefnu.

Kostir virkrar eignastýringar:

  • Áhættudreifing eigna
  • Vöktun og stýring eignaflokka
  • Lágmörkun viðskiptakostnaðar
  • Aðgangur að eigin viðskiptastjóra
  • Aðgengi að sérfræðiteymi Landsbankans
  • Regluleg upplýsingagjöf

Hafðu samband

Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um þjónustuna í síma 410 7140
eða netfanginu einkabankathjonusta@landsbankinn.is.