Launagreiðendur

Mikilvægar skyldur launagreiðenda

Launagreiðandi fær sent afrit af samningi þegar launþegi gerir samning um lífeyrissparnað. Til hagræðingar fyrir starfsmanninn er æskilegt að geyma lífeyrissamninginn með skattkorti hans. Bæði samningurinn og skattkortið skulu afhent starfsmanni við starfslok.

Mjög mikilvægt er að launagreiðendur skili iðgjöldum launþega sinna reglulega því ávöxtun er reiknuð daglega og ef greiðslur berast ekki verður launþegi af ávöxtun.

Iðgjald og mótframlag

Öllum launagreiðendum er skylt að draga lífeyrisiðgjald af launum launþega á aldrinum 16-70 ára. Þeim sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi er lögum samkvæmt skylt að greiða í lífeyrissparnað.

Útreikningi á framlagi launagreiðanda má skipta í tvennt

Lögbundið iðgjald

Lögbundinn lífeyrissparnaður nemur að lágmarki 12% af heildarlaunum einstaklings og skiptist þannig að launagreiðandi greiðir 8% og launþegi 4%.

Viðbótarlífeyrissparnaður

Launþegum er heimilt að leggja fyrir í viðbótarlífeyrissparnað allt að 4% (af óskattlögðum tekjum). Launagreiðandi sér um að koma greiðslunum til skila. Mótframlag launagreiðanda fer eftir kjarasamningum, en algengast er að mótframlagið sé 2% ef framlag launþegans er 2-4%.

Skilagreinar

Við skil á greiðslum launþega, hvort sem um er að ræða viðbótar- eða lögbundinn lífeyrissparnað, þurfa alltaf að fylgja skilagreinar til að hægt sé að skipta greiðslunni niður á launþega eftir því hvaða ávöxtunarleið launþeginn hefur valið til að ávaxta sparnað sinn í.

Launagreiðendur geta sent rafrænar skilagreinar beint úr launakerfum. Það er einföld leið fyrir launagreiðendur sem kemur í veg fyrir tvískráningu og stuðlar að nákvæmari skráningu á lífeyrisiðgjöldum.

Fyrir þá sem ekki hafa kost á að senda skilagreinar beint úr launakerfum má senda skilagreinar á tölvupósti á netfangið lifskil@landsbankinn.is

Einnig má senda prentaðar skilagreinar til Lífeyrissparnaðar Landsbankans, Bakvinnsla lífeyrissjóða, Álfabakka 10, 2 hæð, 155 Reykjavík.

Hér að neðan má nálgast rafrænar og prentvænar skilagreinar fyrir neðangreinda sjóði:

Skilagreinar lífeyrissparnaðar

Rafræn skilagrein fyrir Íslenska lífeyrissjóðinn

Rafræn skilagrein fyrir Lífeyrisbók Landsbankans

Rafræn skilagrein fyrir Lífeyrissparnað - Erlend verðbréf

Rafræn skilagrein fyrir Lífeyrissjóð Tannlæknafélags Íslands


Gjalddagi og eindagi iðgjalds

  • Iðgjaldstímabil er að hámarki einn mánuður.
  • Gjalddagi iðgjalda er 10. dagur næsta mánaðar.
  • Eindagi er síðasti virki dagur næsta mánaðar.

Dæmi: Iðgjöld vegna launa í janúar eru með gjalddaga 10. febrúar og eindaga síðasta virka dag febrúarmánaðar. Ef iðgjald er ekki greitt fyrir eindaga leggjast á það dráttarvextir frá gjalddaga til greiðsludags.

Innheimta

Ef greiðsla berst ekki fyrir innsendar skilagreinar eða launþegi hefur sent launaseðla vegna ógreiddra iðgjalda til lífeyrissjóðsins er bréf sent til launagreiðanda með upplýsingum um tímabil skuldar, ásamt höfuðstól og áföllnum vöxtum. Veittur er 10 daga frestur til að greiða iðgjald eða semja um greiðslu.

Ef greiðsla berst ekki og ekki er samið um greiðslu er skuldin send í lögfræðiinnheimtu, eigi síðar en 3 mánuðum frá eindaga.

RSK

Í október ár hvert móttekur Íslenski lífeyrissjóðurinn lista frá ríkisskattstjóra yfir vangoldin lögbundin lífeyrisiðgjöld vegna síðastliðins árs. Í þeim tilfellum sem skrá er send til Íslenska lífeyrissjóðsins hefur lögbundið iðgjald verið greitt til sjóðsins fyrir hluta af tímabilinu.

Bréf er sent til launagreiðanda með upplýsingum um tímabil skuldar, ásamt höfuðstól og áföllnum vöxtum.

Ef greiðsla berst ekki né um hana samið er skuldin send í lögfræðiinnheimtu.

Ríkisskattstjóri sendir kröfur til Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda fyrir þá aðila sem ekki hafa greitt í ákveðinn sjóð fyrir tímabilið. Hægt er að óska eftir því að Íslenski lífeyrissjóðurinn yfirtaki kröfuna af Söfnunarsjóðnum innan tiltekins tíma. Til að Íslenski lífeyrissjóðurinn samþykki að yfirtaka kröfu af Söfnunarsjóðinum þarf að greiða kröfuna.


Íslenski lífeyrissjóðurinn

Austurstræti 11
101 Reykjavík
Sími: 410 4040
Fax: 410 3003
Netfang: lifskil@landsbankinn.is
Kennitala: 430990-2179
Bankareikningur: 111-26-515255
Númer lífeyrissjóðs:

  • Lögbundinn lífeyrissparnaður: 930
  • Viðbótarlífeyrissparnaður: 929

Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands

b/t Bakvinnsla lífeyrissjóða
Álfabakka 10
155 Reykjavík
Sími: 410 7910
Fax: 410 3003
Netfang: lifskil@landsbankinn.is
Kennitala: 430269-1519
Bankareikningur: 111-26-107922
Númer lífeyrissjóðs:

  • Lögbundinn lífeyrissparnaður: 730
  • Viðbótarlífeyrissparnaður: 731

Lífeyrisbók Landsbankans

Austurstræti 11
155 Reykjavík
Sími: 410 7910
Fax: 410 3003
Netfang: lifskil@landsbankinn.is
Kennitala: 471008-0280
Bankareikningur: 100-26-100200
Númer lífeyrissjóðs: 931

Lífeyrissparnaður - Erlend verðbréf

Austurstræti 11
155 Reykjavík
Sími: 410 7910
Fax: 410 3003
Netfang: lifskil@landsbankinn.is
Kennitala: 570299-9219
Bankareikningur: 111-26-502960
Númer lífeyrissjóðs: 932