Fréttir og tilkynningar

Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands er opinn sjóður fyrir tannlækna og maka þeirra. Sjóðurinn var stofnaður 26. júlí 1959. Landsbankinn hefur séð um rekstur sjóðsins frá árinu 2004.

Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands - 01. júlí 2020 10:21

Fundargerð ársfundar 2020

Aðalfundur Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands var haldinn 3. júní 2020 sl. í Landsbankanum, Austurstræti.


Nánar

- Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands

Aðalfundur og meginniðurstöður ársreiknings 2012

Aðalfundur Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands verður haldinn þann 24.maí 2013 kl 16:30 í sal Tannlæknafélags Íslands.

Dagskrá:

  • Skýrsla stjórnar
  • Kynning ársreiknings
  • Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri úttekt
  • Ferð grein fyrir fjárfestingastefnu sjóðsins
  • Kosning stjórnar
  • Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins
  • Laun stjórnarmanna
  • Kjör endurskoðanda
  • Önnur mál

Atkvæðaréttur sjóðfélaga telst eftir inneign þeirra og réttindum við næstliðin áramót.  Rétthafar eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétt.  Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands er einn af fáum lífeyrissjóðum þar sem er fullkomið sjóðfélagalýðræði á aðalfundum.  Sjóðurinn hvetur því sjóðfélga til að mæta á aðalfundinn og nýta atkvæðisréttinn sinn.

Stjórnarkjör

Á fundinum verður kosið um tvo stjórnarmenn til þriggja ára.  Um hæfi til þess að setjast í stjórn lífeyrissjóðs fer eftir 31. gr laga nr. 129/1997 um lífeyrissjóði.  Samkvæmt lögum um lífeyrissjóði ber að jafna kynjahlutföll í stjórnum lífeyrissjóða fyrir 1.september 2013, en samkvæmt því þurfa amk tveir af fimm stjórnarmönnum lífeyrissjóðsins að vera af öðru kyninu,
Stjórn sjóðsins hvetur sjóðfélaga til þess að bjóða sig fram til stjórnarsetu.  Framboð til stjórnar skal tilkynna til stjórnarformanns (ingimarsson@islandia.is) eða framkvæmdastjóra sjóðsins (halldorkr@landsbankinn.is)

Stjórn Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands

Ársfundarboð og meginniðurstöður ársreiknings 2012


Fréttasafn