Útgreiðsluleiðir

Viltu ráðstafa þínum lífeyrissparnaði sem mest sjálf/ur? Eða viltu tryggja að sem mest af séreign þinni erfist? Þú getur valið um tvær útgreiðsluleiðir hjá Íslenska lífeyrissjóðnum. Munurinn felst í skiptingu milli sameignar , bundinnar séreignar og frjálsar séreignar .

Boðið er upp á tvær ólíkar útgreiðsluleiðir lögbundins lífeyris hjá Íslenska lífeyrissjóðnum, þær heita Blönduð leið og Séreignarleið. Í Blönduðu leiðinni fer 48% iðgjalds* í séreign. Í Séreignarleiðinni fer um 72% iðgjalds* í séreign. Sá hluti lífeyrisgreiðsla sem þú velur að leggja í séreign er þín persónulega eign.

Þar sem stór hluti iðgjalds rennur í séreign getur þú valið að taka út hærri upphæð mánaðarlega fyrstu árin eftir að þú lýkur störfum. Séreignarhlutinn erfist líkt og annar séreignarsparnaður.

*Miðað við 15,5% heildariðgjald).

Blönduð leið

Blandaða leiðin hentar þeim sem vilja eiga möguleika á að njóta sparnaðarins snemma og ráðstafa honum sem mest sjálfir. Þriðjungur iðgjalds fer í séreign sem erfist.

Skipting iðgjalds

Lögbundna iðgjaldið skiptist í tvennt í Blandaðri leið, 52% fara í samtryggingu og 48% renna í frjálsa séreign sem erfist að fullu.

 


Útgreiðslur

Útgreiðsla frjálsrar séreignar getur hafist við 60 ára aldur og er hún þá laus til útborgunar líkt og viðbótarlífeyrissparnaður.

Greiðslur úr samtryggingu getur hafist við 70 ára aldur og tryggja ævilangan ellilífeyri, sem og rétt til örorku-, maka- og barnalífeyris.

Ef Blönduð leið er valin er unnt að flýta töku ellilífeyris úr samtryggingu frá og með 65 ára aldri og lækka þá mánaðarlegar greiðslur í takt við það þar sem greiðslur dreifast yfir lengri tíma.

 


Séreignarleið

Séreignarleiðin hentar þeim sem vilja leggja áherslu á að sem mest af séreign. Í Séreignarleið fara um tveir þriðju iðgjalds í séreign sem erfist.

Skipting iðgjalds

Lögbundna iðgjaldið skiptist í þrennt í Séreignarleið. Um 28% fara í samtryggingu, 30% renna í bundna séreign og 42% í frjálsa séreign. Samtals fara 72% af iðgjaldi í séreign sem er erfanleg.

 


Útgreiðslur

Greiðslur úr bundinni séreign getur hafist við 70 ára aldur og þeim lýkur við 80 ára aldur. Falli sjóðfélagi frá áður en greiðslum úr bundinni séreign er lokið að hluta eða öllu leyti rennur inneign til erfingja.

Greiðslur úr samtryggingu getur hafist við 80 ára aldur og tryggja þær ævilangan ellilífeyri sem og rétt til örorku-, maka- og barnalífeyris.

Útgreiðsla frjálsrar séreignar getur hafist við 60 ára aldur og er hún þá laus til útborgunar líkt og viðbótarlífeyrissparnaður.