Skipt um íbúð

Ertu að skipta um íbúð? - Þá getur borgað sig að fara yfir lánamálin

Ef þú hefur í huga að skipta um húsnæði getur borgað sig að fara yfir lánamálin. Möguleikarnir sem eru í boði eru þrír.

 • Taka nýtt lán.
 • Yfirtaka lán sem nú þegar hvíla á þeirri eign sem á að kaupa.
 • Flytja núverandi lán með sér á nýja eign.

Helstu þættir sem horfa þarf til eru vaxtakjör, hvort uppgreiðslugjald sé á núverandi lánum og veðsetningahlutfall.

Taka nýtt lán

Viðskiptavinum standa til boða ýmsar leiðir í fjármögnun fasteigna. Lánshlutfall íbúðalána er allt að 85% af verðmati eða fasteignamati eignar, 70% íbúðalán til allt að 40 ára og 15% viðbótarlán til allt að 15 ára. Íbúðalán eru í boði óverðtryggð með föstum eða breytilegum vöxtum og verðtryggð lán með föstum eða breytilegum vöxtum. Í boði er einnig að taka íbúðalán þar sem hluti er verðtryggður og hluti óverðtryggður.

Yfirtaka lán á eign

Hugsanlega er hagstæðast að yfirtaka áhvílandi lán á þeirri eign sem verið er að kaupa meðal annars til að spara kostnað s.s lántökugjöld. Við yfirtöku lána þarf að uppfylla sömu skilyrði og um nýja lántöku væri að ræða. Viðskiptavinur þarf að uppfylla sömu kröfur við yfirtöku lána eins og þegar verið er að taka ný lán; standast greiðslumat og lánið þarf að vera innan lánshæfra veðmarka.

Flytja núverandi lán yfir á nýju eignina

Það getur verið hagkvæmt að flytja eldra lán með sér en það veltur meðal annars á kjörum núverandi láns, þeim lánamöguleikum sem eru í boði hverju sinni og veðsetningarhlutfalli á nýrri eign.

Fá ráðgjöf um íbúðalán

  Hvaða möguleikar eru í boði?

  Viðskiptavinum standa til boða ýmsar leiðir við fjármögnun fasteignakaupa. Íbúðalán Landsbankans eru í boði óverðtryggð með föstum eða breytilegum vöxtum og verðtryggð með föstum eða breytilegum vöxtum. Í boði er einnig að taka íbúðalán þar sem hluti er verðtryggður og hluti óverðtryggður.

  Greiðslumat


  Veldu lán í takt við þínar þarfir og markmið

  Fólk hefur ólíkar þarfir og greiðslugetu. Þess vegna er mikilvægt að setjast niður og meta kostina sem eru í boði. Hér til hliðar er að finna reiknivél þar sem hægt er að reikna út greiðslugetu, heildarafborganir og fleira.

  Reiknaðu dæmið

  Íbúðalánareiknivél

  Samsetning láns
  100%Óverðtryggt
  0%Verðtryggt
  Fyrsta greiðsla
  38.611 kr.
  Árleg hlutfallstala kostnaðar
  7,49%
  Útborguð upphæð að frádregnum kostnaði
  23.750.200 kr.
  Grunnlán óv.
  40 ár
  Jafnar greiðslur
  • Jafnar greiðslur
  • Jafnar afborganir
  Viðbótarlán óvt.
  15 ár
  Jafnar afborganir
  Greiðslur
  Samtals greitt: 70.097.436 kr.
  Kostnaður
  Lántökukostnaður: 261.650 kr.
  50%Óverðtryggt
  50%Verðtryggt
  38.611 kr.
  7,49%
  23.750.200 kr.
  Grunnlán óv.
  40 ár
  Jafnar greiðslur
  • Jafnar greiðslur
  • Jafnar afborganir
  Grunnlán vt.
  40 ár
  Jafnar greiðslur
  • Jafnar greiðslur
  • Jafnar afborganir
  Viðbótarlán óvt.
  15 ár
  Jafnar afborganir
  Samtals greitt: 90.122.156 kr.
  Lántökukostnaður: 261.650 kr.
  0%Óverðtryggt
  100%Verðtryggt
  38.611 kr.
  7,49%
  23.750.200 kr.
  Grunnlán vt.
  40 ár
  Jafnar greiðslur
  • Jafnar greiðslur
  • Jafnar afborganir
  Viðbótarlán óvt.
  15 ár
  Jafnar afborganir
  Samtals greitt: 61.211.330 kr.
  Lántökukostnaður: 523.300 kr.