Íbúðalánavernd

Trygging fyrir aðstandendur

Heimilið og fjölskyldan eru með því dýrmætasta sem við eigum. Þess vegna er mikilvægt að hlúa að þeim og eiga öryggisnet sem styður við ef óvænt áföll ber að.

Viðskiptavinum með íbúðalán hjá Landsbankanum stendur til boða Íbúðalánavernd sem er sérstök líftrygging í samstarfi við Sjóvá sem veitir aðstandendum öryggi ef lántaki fellur frá.

Íbúðalánavernd Landsbankans léttir greiðslubyrði eftirlifandi aðstandanda og eykur líkur á að hægt verði að búa áfram á sama heimili þrátt fyrir breyttar aðstæður.

Helstu kostir Íbúðalánaverndar

  • Ef lántakandi fellur frá greiðast bætur Íbúðalánaverndar inn á íbúðalánið.
  • Í boði fyrir viðskiptavini sem eru með eða eru að taka íbúðalán hjá Landsbankanum.
  • Fyrir viðskiptavini á aldrinum 18 til 45 ára.
  • Fjárhæð líftryggingarinnar getur numið 4 til 20 milljónum króna.
  • Fjárhæð líftryggingarinnar fylgir vísitölu neysluverðs (verðtryggð).
  • Iðgjöld hækka með aldri vátryggingataka og eru breytileg eftir því hvort viðkomandi reykir eða ekki.
  • Skilmálar eru aðgengilegir á heimasíðu Sjóvá.

Hægt er að sækja um íbúðalánavernd með því að hafa samband við næsta útibú Landsbankans.