Óverðtryggð lán

Óverðtryggð lán með föstum eða breytilegum vöxtum

Óverðtryggð íbúðalán á breytilegum vöxtum henta þeim viðskiptavinum sem vilja endurgreiða lán sín hraðar og forðast uppsöfnun verðbóta á höfuðstól. 

Landsbankinn býður einnig óverðtryggð íbúðalán á föstum vöxtum í 36 eða 60 mánuði í senn. Óverðtryggð íbúðalán á föstum vöxtum henta þeim sem vilja endurfjármagna lán hjá Landsbankanum og þeim sem vilja fremur hraða eignamyndun og forðast uppsöfnun verðbóta á höfuðstól.

Lánstími getur verið allt að 40 ár og hámarksfjárhæð grunnláns 60 m.kr. Viðbótarlán með jöfnum afborgunum er að hámarki til 15 ára Lánað er fyrir allt að 70% af kaupverði eignar en einnig er mögulegt að fjármagna allt að 85% með viðbótarláni.

Íbúðalánareiknivél

Samsetning láns
100%Óverðtryggt
0%Verðtryggt
Fyrsta greiðsla
38.611 kr.
Árleg hlutfallstala kostnaðar
7,49%
Útborguð upphæð að frádregnum kostnaði
23.750.200 kr.
Grunnlán óv.
40 ár
Jafnar greiðslur
 • Jafnar greiðslur
 • Jafnar afborganir
Viðbótarlán óvt.
15 ár
Jafnar afborganir
Greiðslur
Samtals greitt: 70.097.436 kr.
Kostnaður
Lántökukostnaður: 261.650 kr.
50%Óverðtryggt
50%Verðtryggt
38.611 kr.
7,49%
23.750.200 kr.
Grunnlán óv.
40 ár
Jafnar greiðslur
 • Jafnar greiðslur
 • Jafnar afborganir
Grunnlán vt.
30 ár
Jafnar greiðslur
 • Jafnar greiðslur
 • Jafnar afborganir
Viðbótarlán óvt.
15 ár
Jafnar afborganir
Samtals greitt: 90.122.156 kr.
Lántökukostnaður: 261.650 kr.
0%Óverðtryggt
100%Verðtryggt
38.611 kr.
7,49%
23.750.200 kr.
Grunnlán vt.
30 ár
Jafnar greiðslur
 • Jafnar greiðslur
 • Jafnar afborganir
Viðbótarlán óvt.
15 ár
Jafnar afborganir
Samtals greitt: 61.211.330 kr.
Lántökukostnaður: 523.300 kr.

Sækja um greiðslumat


Óverðtryggð íbúðalán með breytilegum vöxtum

 • Ekkert umframgreiðslugjald.
 • Hærri greiðslubyrði í upphafi.

Óverðtryggð íbúðalán með föstum vöxtum

 • Vextir fastir í 36 eða 60 mánuði í senn.
 • Jöfn greiðslubyrði meðan vextir eru fastir.
 • Hægt að festa vexti grunnláns aftur að fastvaxtatímabili loknu.
Óverðtryggð íbúðalán - breytilegir vextir
Lánshlutfall* Breytilegir vextir
Allt að 70% 3,50%
70 til 85% 4,50%
Óverðtryggð íbúðalán - fastir vextir
Lánshlutfall* Binding vaxta
  36 mán 60 mán
Allt að 50% 4,05% 4,50%
Allt að 70% 4,25% 4,70%
70 til 85% 5,25% 5,70%

*Hámarkslánshlutfall getur ekki orðið hærra en sem nemur samanlögðu brunabótamati og lóðamati íbúðarhúsnæðis. Veðhlutfall lána undir 50% miðast við fasteignamat. Ef lánsfjárhæð er hærri en 50 milljónir áskilur bankinn sér rétt til að gera auknar kröfur vegna lánveitingarinnar.


Hægt að velja um fasta eða breytilega vexti

Fastir eða breytilegir vextir?

Breytilegir vextir hækka og lækka í takt við sveiflur á markaði og efnahagsástand. Þetta getur verið gott eða slæmt eftir því í hvora áttina vextirnir sveiflast. Með föstum vöxtum bindur þú vextina í 36 eða 60 mánuði í senn og tryggir þig þannig fyrir vaxtasveiflum. Hægt er að festa vexti á grunnlánum hvenær sem er á lánstímanum.

Greiðslumat og veð

 • Lántaki þarf að standast greiðslumat.
 • Veðflutningar lána eru heimilir (þar sem við á).
 • Gerð er krafa um 1. veðrétt og að fasteign sé í eigu lántaka.

Afborganir

 • Lánið getur verið jafngreiðslulán (annuitet) eða með jöfnum afborgunum af höfuðstól.
 • Viðbótarlán er með jöfnum afborgunum af höfuðstól.
 • Gjalddagar eru mánaðarlega og hægt er að velja greiðsludaginn.

Gjöld

 • Lántökugjald, 52.500 kr. fyrir hverja lántöku.
 • Þinglýsingargjald sem rennur til ríkissjóðs.
 • Önnur gjöld samkvæmt verðskrá bankans.
 • Eftirfarandi á einungis við um lán með föstum vöxtum:
  • Á fastvaxtatímabilinu er uppgreiðslu- og umframgreiðslugjald samkvæmt verðskrá hverju sinni að hámarki 1%.
  • Heimilt er að greiða umfram inn á lánið allt að einni milljón á almanaksári án uppgreiðsluþóknunar.
  • Við vaxtaendurskoðun (í lok fastvaxtatímabils) er hægt að greiða lánið upp að fullu án uppgreiðslugjalds.
  • Einungis er unnt að festa vexti viðbótarláns í upphafi lánstíma, þegar fastvaxtatímabili viðbótarláns lýkur eru greiddir breytilegir vextir af láninu út lánstímann.

Blandað lán 

 • Einnig er hægt að fá blandað íbúðalán og er þá hluti fjárhæðarinnar óverðtryggður og hluti verðtryggður.

Óverðtryggð lán flýta eignamyndun

Höfuðstóll óverðtryggðra lána er ekki bundinn við verðbólgu sem þýðir að lánið hækkar aldrei, heldur lækkar jafnt og þétt. Þetta skilar sér í hraðari eignamyndun og lægri afborgunum þegar líður á lánstímann. Vextir af óverðtryggðum lánum eru hærri en af verðtryggðum og greiðslur geta því verið töluvert hærri í upphafi.

Kostur verðtryggðra lána er sá að vextir eru almennt lágir og greiðslubyrði lægri. Verðtryggð lán eru tengd verðbólgu sem þýðir að lánið hækkar, sérstaklega í upphafi lánstímans. 


Greiðslutilhögun

Jafnar afborganir

Ef þú velur jafnar afborganir lækkar þú lánið alltaf um sömu upphæð, auk þess sem þú greiðir vexti. Greiðslubyrðin er því hærri í byrjun lánstímans en lækkar með tímanum og verður á endanum lægri en ef jafngreiðslulánið hefði verið valið.

 

Þegar um jafnar afborganir af höfuðstól er að ræða er alltaf greitt jafn mikið af höfuðstól lánsins og leggjast uppsafnaðir vextir við afborgun höfuðstóls. Eignamyndun er jöfn yfir lánstímann.

Jafnar greiðslur (annuitet)

Jafnar greiðslur þýða að þú jafnar út það sem þú borgar í hverjum mánuði. Þú borgar lítið inn á höfuðstólinn í fyrstu á meðan vextirnir eru háir, en eftir því sem vextirnir lækka borgar þú meira á höfuðstólinn og lækkar þannig lánið.

Jafnar greiðslur fela í sér að hver gjalddagi er jafn hár þeim næsta, að verðbótum undanskildum. Afborgun af höfuðstól er mjög lág til að byrja með og eignamyndun hraðari síðari hluta lánstímans en fyrri hluta hans.