Viðmiðunarverð

Viðmiðunarverð notaðra bíla

Á vef Bílgreinasambandsins er að finna handhæga reiknivél sem áætlar viðmiðunarverð fyrir notaða bíla.

Bílgreinasambandið og bílaumboðin hafa lagt mikla áherslu á gagnsæi verðlagningar notaðra bíla. Í þeim tilgangi fjárfestu þessir aðilar í hugbúnaði sem heldur utan um verð notaðra bíla og birtir á opinberu vefsvæði sem allir hafa aðgang að.

Einnig geta allir sem stunda bílaviðskipti keypt aðgang að kerfinu. Kerfið byggir á viðmiðunarverði og raunverði, þar sem við á, og hefur það leitt af sér aukið gagnsæi við verðlagningu notaðra bíla á Íslandi. Auðvelt er nú fyrir aðila í bílaviðskiptum að ganga úr skugga um að verðlagning ökutækjanna sé í samræmi við viðmiðunarverð á markaðnum.

Vefur Bílgreinasambandins