Bílafjármögnun

„Landsbankinn aðstoðar fólk og fyrirtæki að koma hlutum á hreyfingu. Í boði er hagstæð fjármögnun á nýjum og notuðum bifreiðum og ferðavögnum fyrir flestar þarfir. Fyrirtæki geta jafnframt fundið hagstæðar leiðir til fjármögnunar á atvinnutækjum. Finndu hvaða leið hentar þér best og Landsbankinn brúar bilið."


Að taka bílalán

Þegar þú tekur bílalán þarftu aðeins að eiga hluta af verði bílsins og getur dreift því sem eftir stendur yfir lengri tíma. Landsbankinn lánar allt að 80% af kaupverði bíla.

Gott er að undirbúa fjármögnun áður en farið er á bílasölu. Hafðu samband við Bíla- og tækjafjármögnun til að fá upplýsingar um lánamöguleika og kjör í síma 410 4000 eða með því að senda fyrirspurn á bt@landsbankinn.is.


Hvernig bílafjármögnun hentar þér?

Bílalán

Helsti munurinn á bílasamningi og bílaláni felst í eignarhaldi. Með bílaláni ert þú skráður eigandi bílsins frá upphafi. Um er að ræða veðskuldabréf þar sem Landsbankinn er á fyrsta veðrétti. Bæði eru í boði jafnar greiðslur og fastar afborganir þar sem greiðslur lækka eftir því sem líður á lánstímann.

Bílasamningur

Með bílasamningi er gerður samningur milli lántaka og Landsbankans um kaup á bíl. Landsbankinn er þá skráður eigandi út samningstímann. Bílasamningar eru í boði óverðtryggðir á föstum vöxtum fyrstu 36 mánuðina eða á breytilegum vöxtum allan lánstímann.

Reiknivél

Á vefnum er reiknivél þar sem þú getur reiknað heildarkostnaðinn og mánaðarlegar greiðslur.

Reiknivél

Kaupverð
Innborgun
Samningstími í mánuðum
Upphæð
2.000.000
Lánshlutfall
80%
Samningsupphæð
2.086.560 kr.
Kostnaður
86.560 kr.
Útborguð upphæð
2.000.000 kr.
Sundurliðun kostnaðar
Stofnkostnaður70.560 kr.
Umsýslugjald söluaðila15.000 kr.
Vextir (óverðtryggðir) 9,65%
Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,70%
Mánaðarleg greiðsla
34.443
Greiðsla Gjalddagi Afborgun Vextir Kostnaður* Samtals greitt Eftirstöðvar


Hvað getur bílalánið orðið langt?

Landsbankinn veitir bílalán til allt að 7 ára. Bíllinn getur mest orðið 12 ára meðan á lánstímanum stendur. Samanlagður aldur bílsins og lengd lánsins má ekki verða meiri en 12 ár.

 

Lánstími 7 ár
Aldur bíls 5 ár
Hreyfðu bílinn til að sjá samspil lánstíma og aldurs bíls.

Þarf ég að fara í greiðslumat?

Ef fjárhæð lánssamnings er yfir 2.100.000 króna fyrir einstakling og 4.200.000 króna þegar um hjón eða sambúðarfólk er að ræða þarf greiðslumat.

Landsbankinn hefur þá samband við þig og upplýsir þig um þau gögn sem til þarf.

Nánar um greiðslumat og fylgigögn

 

Sækja um greiðslumat


Vistvænir bílar

Landsbankinn vill leggja sitt af mörkum til að gera vistvæna bíla að góðum kosti við bílakaup.

Þess vegna bjóðum við viðskiptvinum lægra lántökugjald eða fellum lántökugjaldið niður við fjármögnun á bílum sem skilgreindir eru sem vistvænir.

Nánar um vistvæna bíla
Stærð bílsins og eyðsla hafa áhrif á kostnað

Hvað kostar eldsneytið?

Rekstri bíla fylgir ýmis kostnaður annar en kaupverðið og daglegur rekstur á borð við eldsneytiskaup.

Greiða þarf bæði fyrir tryggingar og bifreiðagjöld, en þyngd og gerð bílsins hafa veruleg áhrif á þann kostnað. Þá þarf að gera ráð fyrir reglulegri þjónustu, viðhaldi og viðgerðum.