Neyðaraðstoð og endurkröfur

Neyðaraðstoð og endurkröfur

Vörður sér um tryggingar allra kreditkorta Landsbankans. SOS International sér um neyðaraðstoð fyrir kreditkorthafa Landsbankans, allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Ferðatryggingar Varðar

Ferðatryggingar eru innifaldar í árgjaldi kreditkorta en þær eru mismunandi eftir kortum og því hvetjum við þig til að kynna þér þær tryggingar sem fylgja þínu korti á vef Varðar.

Starfsfólk Varðar metur tjón og greiðir út bætur samkvæmt tryggingaskilmálum þeirra. Nánari upplýsingar veitir Vörður í síma 514 1000 eða á www.vordur.is.

Neyðaraðstoð

SOS International sér um neyðaraðstoð fyrir kreditkorthafa Landsbankans, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Einnig má hafa má samband við Vörð tryggingar á skrifstofutíma eða vaktþjónustu Visa utan skrifstofutíma. SOS International veitir þér rétt til þrenns konar aðstoðar án aukakostnaðar.

Læknishjálp

Útvegar læknishjálp erlendis án aukakostnaðar.

Flutningar

Annast sjúkraflutninga, ferðalög vandamanna og flutning jarðneskra leifa heim.

Sjúkrakostnaður

Veitir tímabundna fyrirgreiðslu vegna sjúkrakostnaðar.

Ertu með athugasemd við kortafærslu?

Ef þú tekur eftir óvenjulegri kortafærslu eða hefur nú þegar greitt með kortinu þínu fyrir vöru eða þjónustu sem hefur ekki skilað sér er mikilvægt að byrja á því að hafa samband við söluaðila og tilkynna það sem fyrst.

Ef söluaðili hefur ekki getað gert lagfæringu á færslunni þá getur þú óskað eftir endurkröfu á vefnum. Þú getur einnig fyllt út meðfylgjandi eyðublað og sent okkur á landsbankinn@landsbankinn.is.

Ertu með athugasemd við kortafærslu vegna Covid-19 aðstæðna?

Ef söluaðili fellir niður þjónustu án þess að yfirvöld skyldi hann til þess þá er endurkröfuréttur ef söluaðili leysir ekki úr málinu áður. Þá átt þú rétt á endurgreiðslu eða getur þegið gjafabréf eða inneign.

Ef söluaðili fellir niður þjónustu vegna banns yfirvalda, þar að segja ef söluaðili má ekki veita þjónustuna eða hún ekki afbókanleg, þá verður söluaðilinn að bjóða eitthvað í staðinn eins og endurgreiðslu, inneign, inneignarnótu, breytingu á dagsetningu eða annan sanngjarnan valkost sem samræmist kaupskilmálum. Ef söluðilinn býður ekkert af þessu þá átt þú rétt á endurkröfu.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur