Úttektarreglur

Viðkomandi reglur sem gilda um hámarks reiðufjárúttektir debet- og kreditkorta Landsbankans í hraðbönkum og hjá gjaldkerum á Íslandi og erlendis.

Vinsamlegast leiðréttið eftirfarandi

  Villa

  Reiðufjárúttektir greiðslukorta Landsbankans

  Debetkort - Úttektarmörk í hraðbönkum
  Tegund korts Hámark á dag
  Klassa- og Námu debetkort 50.000 kr.
  Debetkort Landsbankans 120.000 kr.
  Debetkort fyrir fyrirtæki 200.000 kr.
  Kreditkort - Úttektarmörk í hraðbönkum
  Tegund korts Hámark á dag
  Námu A-kort 50.000 kr.
  Almennt kort, Svart A-kort, Farkort og Gullkort 120.000 kr.
  Platinumkort og Viðskiptakort 200.000 kr.
  Innkaupakort 0 kr.
  • Í hraðbönkum Landsbankans sem eru innan útibúa er hægt að auðkenna sig inná reikninga bankans með debet- og kreditkortinu og gilda þá hámarks úttektarmörk hraðbankans en ekki kortsins. Nú eru þau úttektarmörk 1.000.000 kr. á 30 dögum nema í hraðbankanum í Vestmannaeyjum þar sem þau eru 300.000 kr.
  • Í hraðbönkum Landsbankans sem eru ekki innan útibúa ráða hámarks úttektarmörk kortsins skv. töflunum hér að ofan. 
  • Reglur um hámarks úttektarmörk í hraðbönkum bæði á Íslandi og erlendis geta takmarkað þær hámarksúttektir sem fram koma í töflunum hér til hliðar.
  • Úttektir erlendis eru miðaðar við gengi Landsbankans fyrir Visa kort og eru háðar reglum í hverju landi fyrir sig. Að jafnaði má þó gera ráð fyrir takmörkunum hér til hliðar. 
  • Líða þarf sólarhringur milli hámarksúttekta, þ.e. ef Gullkortshafi tekur út 120.000 kr. kl. 23.15 þá er frekari reiðufjárúttekt ekki heimil fyrr en eftir kl. 23.15 næsta dag.
  • Þóknun vegna hraðbankaúttekta er skv. verðskrá Landsbankans á hverjum tíma. Einnig getur eigandi hraðbankans bætt við þóknun.