Kreditkort

Landsbankinn býður upp á fjölbreytt úrval kreditkorta. Kortin hafa mismunandi eiginleika m.t.t. fríðinda, ferðatrygginga, greiðsluleiða og árgjalda og ættu allir að geta fundið kreditkort við sitt hæfi.

Veldu kortið sem hentar þér

Kreditkort Landsbankans eru alþjóðleg Visa-kreditkort sem hægt er að nota um allan heim, í símanum, snertilaust og á netinu. Kreditkort Landsbankans eru af ýmsum gerðum; með heimild eða fyrirframgreidd, með fríðindasöfnun og ferðatryggingum.

Borgaðu með símanum

Það er einfalt að skrá kortin í Apple Pay í gegnum Landsbankaappið eða Apple Wallet. Fyrir Android síma þarf að sækja kortaapp Landsbankans í Google Play Store og skrá kortið þar.

Sæktu um kreditkort

Þú getur sótt um kreditkort í Landsbankaappinu hvenær sem þér hentar. Það er líka hægt að hafa samband við okkur og óska eftir nýju korti.

Um leið og kortið er stofnað verður kortanúmerið, gildistíminn og öryggisnúmerið aðgengilegt í Landsbankaappinu.

Þú finnur Landsbankaappið í App Store eða Google Play.Námu A-kort

Kreditkort með Aukakrónusöfnun og grunnferðatryggingum fyrir ungt fólk á aldrinum 18-24 ára. Hægt að fá sem Plúskort frá 16 ára.

 • Lágt árgjald.
 • Engin færslugjöld.
 • Safnar 3 Aukakrónum af hverjum 1.000 kr. af allri innlendri verslun kortsins.
 • Veruleg viðbótarsöfnun hjá samstarfsaðilum.
 • Snertilaus virkni

 • Aukakrónur
 • Grunnferðatryggingar
 • Plúskort

Almennt A-kort

Almenna A-kortið er kreditkort sem hentar þeim sem kjósa Aukakrónusöfnun, vilja ódýrt kreditkort, ferðast sjaldan til útlanda og vilja því grunnferðatryggingar.

 • Snertilaus virkni
 • Hægt að skrá í Apple Pay og kortaappið fyrir Android
 • Ferðatrygging gildir þótt korthafi hafi ekki greitt ferðina með kortinu.
 • Hægt að fá sem Plúskort.
 • Engin færslugjöld.
 • Árgjald 3.300 kr.

 • Aukakrónur
 • Grunnferðatryggingar
 • Plúskort

Gullkort

Gullkort er kreditkort með fríðindasöfnun og Gull ferðatryggingum sem bera hærri bótafjárhæðir en grunnferðatryggingar og hentar vel þeim sem ferðast mikið og vilja rýmri úttektarmörk til daglegra nota innanlands og erlendis.

 • Val á milli fríðindasöfnunar í formi Aukakróna eða Vildarpunkta Icelandair Saga Club
 • Safnar 3 Aukakrónum eða 3 vildarpunktum af hverjum 1.000 kr. af allri innlendri verslun kortsins.
 • Með Aukakrónusöfnun er veruleg viðbótarsöfnun hjá samstarfsaðilum Aukakróna.
 • Gull ferðatryggingar.
 • Snertilaus virkni
 • Hægt að skrá í Apple Pay og kortaappið fyrir Android
 • Ferðatrygging gildir þótt korthafi hafi ekki greitt ferðina með kortinu.
 • Engin færslugjöld.
 • Árgjald 12.400 kr.

 • Aukakrónur eða Vildarpunktar
 • Gull ferðatryggingar

Platinumkort

Platinum A-kortið er kreditkort með fríðindaöfnun og er með mjög góðum ferða- og bílaleigutryggingum. Kortið hentar vel þeim sem ferðast mikið og vilja há úttektarmörk til daglegra nota innanlands og erlendis.

 • Val á milli fríðindasöfnunar í formi Aukakróna eða Vildarpunkta Icelandair Saga Club
 • Safnar 5 Aukakrónum eða 5 vildarpunktum af hverjum 1.000 kr. af allri innlendri verslun kortsins
 • Með Aukakrónusöfnun er veruleg viðbótarsöfnun hjá samstarfsaðilum Aukakróna.
 • Platinum ferða- og bílaleigutryggingar fyrir korthafa, maka og afkomendur korthafa.
 • Ferðatrygging gildir þótt korthafi hafi ekki greitt ferðina með kortinu.
 • Snertilaus virkni
 • Hægt að skrá í Apple Pay og kortaappið fyrir Android
 • Priority Pass fylgir sem veitir aðgang að VIP biðstofum á yfir 1.200 flugvöllum um allan heim gegn gjaldi. (Ath. gildir ekki í Saga Lounge Icelandair á keflavíkurflugvelli).
 • Engin færslugjöld.
 • Árgjald 22.900 kr.

 • Aukakrónur eða Vildarpunktar
 • Platinum ferðatryggingar