Greiðsludreifing

Greiðsludreifing kreditkorta í netbankanum

 

Hægt er að dreifa kreditkortareikningum á einfaldan og fljótlegan hátt yfir allt að 12 mánuði í netbanka Landsbankans. Aðgerðina finnur þú undir aðgerðahnappi kortsins á forsíðu netbankans eða á yfirlitssíðu viðkomandi kreditkorts þegar kortareikningur hefur verið gefinn út.

Greiðsludreifingin hentar vel til að mæta óreglulegum útgjöldum eða til að létta greiðslubyrði tímabundið. Þú velur hve háa upphæð þú vilt greiða á næsta gjalddaga og á hve marga mánuði þú vilt dreifa eftirstöðvunum. Hægt er að hafa allt að þrjá virka greiðsludreifingarsamninga í einu og getur samanlögð upphæð þeirra verið 700.000 krónur.

Á yfirliti yfir greiðslusamningana í netbankanum er síðan hægt að fylgjast með gjalddögum, skoðað niðurgreiðsluáætlanir. Þar getur þú einnig valið að hætta dreifingu á kreditkortareikningum hvenær sem er þannig að eftirstöðvarnar skuldfærast á kreditkortið þitt.