Greiðsludreifing

Með greiðsluþjónustu eru gjöld skuldfærð af reikningi þínum á réttum tíma. Þú velur í upphafi hvaða útgjöld á að skuldfæra í greiðsluþjónustu en tryggt þarf að vera að innistæða sé fyrir greiðslunni. Þú greiðir aðeins fyrir gerð greiðsluáætlunar auk lágmarksgjalds fyrir hverja færslu.

Helstu kostir greiðsludreifingar:

  • Þú losnar við sveiflur í útgjöldum 
  • Þú ert með allt í skilum á réttum tíma 
  • Þú sparar tímann sem fylgir því að greiða reikninga mánaðarlega 
  • Þú veist alltaf hvað þú hefur til ráðstöfunar 
  • Þú losnar við fjárhagsáhyggjur og hefur góða yfirsýn yfir fjármálin

Reglubundinn sparnaður getur komið sér vel

Samhliða greiðsludreifingu er tilvalið fyrir þig að hefja reglubundinn sparnað. Þá er fjárhæðinni bætt við útgjaldafjárhæðina sem dregin er af veltureikningi þínum í hverjum mánuði. Þannig getur þú komið þér upp varasjóði eða sparað til lengri tíma á sparireikning.

Hvernig geri ég breytingar á greiðsludreifingu?

Ef þú óskar eftir að bæta við eða fjarlægja útgjaldalið ekki hika við að senda okkur tölvupóst á landsbankinn@landsbankinn.is eða hafðu samband í síma 410 4000 með upplýsingum um hvaða útgjaldalið ræðir.

Hvernig sæki ég um greiðsludreifingu?

Til þess að sækja um greiðsludreifingu þarftu að koma við í næsta útibúi Landsbankans með upplýsingar um þá útgjaldaliði sem þú vilt hafa í greiðsludreifingu. Við finnum síðan út hvaða fjárhæð er hæfileg á mánuði til þess að jafna útgjöldin yfir allt árið.

Við förum yfir greiðsluáætlunina með þér á hverju ári. Það er að sjálfsögðu alltaf hægt að breyta áætluninni og bæta við hana ef aðstæður þínar breytast.

  • Þú greiðir fast árgjald fyrir greiðsludreifingu auk vaxta á yfirdráttarheimild þegar við á 
  • Greiðsluyfirlit eru send til þín og getur þú valið hversu oft þú færð þau
  • Í netbanka einstaklinga hjá Landsbankanum getur þú alltaf fylgst með greiðsluáætlun þinni

Þú getur sett upp þína eigin greiðsluáætlun á vef Landsbankans og séð áætlaða mánaðarlega upphæð greiðsluþjónustu:

Setja upp greiðsluáætlun á vefnum