Gjafakort

Gjafakort - Gjöf sem gleður alla

Gjafakortið er tilvalin gjöf því viðtakandinn fær alltaf eitthvað við sitt hæfi. Þú velur upphæðina og þiggjandi velur gjöfina. Gjafakortin pantar þú hér og við höfum svo samband og klárum pöntunarferlið með þér.

Hvernig virka gjafakortin?

 • Gjafakort virka eins og hefðbundin fyrirframgreidd greiðslukort, nema ekkert PIN er slegið inn.
 • Gjafakortin koma í fallegum umbúðum
 • Hægt er að skrá kortið í Apple Pay og Kortaappið og borga með síma eða snjalltækjum
 • Þú sérð stöðuna á kortinu með því að skrá inn númerið hér fyrir ofan eða í appinu undir kort

Kortið kostar 540 kr. en Vörðu- og Námufélagar fá 50% afslátt. Haft verður samband við þig um leið og kortið er tilbúið til afhendingar og þá getur þú sótt það í það útibú sem þú velur.

Mynd
Gjafakortið er allt í senn; gjöf, umbúðir og kort sem hægt er að skrifa á upphæð gjafarinnar og kveðju til viðtakanda.

Panta gjafakort

Fylltu út formið til að panta gjafakort

Hámarksfjárhæð á hvert kort er 200.000kr.

Ég samþykki með pöntuninni að framangreindar upplýsingar séu unnar í samræmi við persónuverndarstefnu bankans.


Staða gjafakorts

Auðvelt er að fylgjast með stöðu og færslum á gjafakortinu með því að slá inn síðustu 10 stafi í kortanúmeri gjafakortsins í svæðið efst á síðunni. Staða gjafakortsins birtist þá um leið.

Gjafakort fyrir fyrirtæki

Gjafakort Landsbankans henta einnig til gjafa frá fyrirtækjum og stofnunum. Fyrirtæki sem eru í viðskiptum við Landsbankann fá 50% afslátt af kortinu.

Nánari upplýsingar

Panta gjafakort fyrir fyrirtæki

Gjafakortið í símann

Hægt er að skrá gjafakort Landsbankans í Apple Pay eða Android-kortaappið og borga með símanum eða öðrum snjalltækjum. Það er einfalt að skrá kortið beint í Apple Pay í gegnum Landsbankaappið eða Apple Wallet. Fyrir Android síma þarf að sækja Kortaapp Landsbankans í Google Play Store og skrá kortið þar.

Nánari upplýsingar

 

Svör við algengum spurningum um gjafakort Landsbankans

 • Hverjir geta keypt gjafakort?
 • Hve langan tíma tekur að fá kortið afhent?
 • Hvað kostar gjafakort Landsbankans?
 • Hvar get ég notað gjafakort Landsbankans?
 • Rennur kortið og inneign þess einhvern tímann út?
 • Er hægt að taka út pening í hraðbönkum eða í útibúum?
 • Get ég notað kortið á netinu?
 • Hvað geri ég ef ég týni kortinu?
 • Er hægt að leggja aftur inn á kortið?
 • Er eitthvað hámark eða lágmark á þeirri fjárhæð sem leggja má inn á hvert kort?

Staða gjafakorts

Hægt er að sjá stöðu kortsins og allar hreyfingar. Einnig þarf að slá inn kortanúmer hér fyrir neðan:

Ekki gefa bara eitthvað, gefðu frekar hvað sem er

Gjafakort Landsbankans er gjöf sem hentar öllum og kemur tilbúið í fallegum gjafaumbúðum.


Gjafakortið fæst í öllum útibúum Landsbankans