Hvað á að borga fyr­ir barnapöss­un?

Stundum þurfa foreldrar að skreppa eða geta ekki sótt börn á réttum tíma vegna vinnu eða náms. Sumarnámskeið eru líka yfirleitt styttri en vinnudagur. Því þarf stundum að redda pössun. En hvað á að borga á tímann fyrir barnapössun?
15. júní 2022

Þau sem passa börn hafa ekki myndað stéttarfélag og því er hvergi getið um launataxta fyrir barnapössun í kjarasamningum. Laun fyrir barnapössun eru því háð frjálsum samningum og fara mjög eftir aðstæðum hverju sinni. Þannig má gera ráð fyrir að launin hækki eftir því sem barnið sem verið er að passa er yngra. Mögulega er líka hægt að fara fram á álag ef barnið er einstaklega óþekkt eða krefjandi. Og rétt eins og hjá öðrum starfsstéttum má gera ráð fyrir að launagreiðslur fari eftir aldri launafólks, hæfileikum og starfsaldri. Barnapía sem er 13 ára að aldri og passar 5 ára barn í einn klukkutíma eftir leikskóla má væntanlega eiga von á tilboði um lægra tímakaup en þau sem eru um tvítugt, hokin af reynslu, sem passa 1 árs barn fram yfir háttatíma.

En aftur að rannsóknarspurningunni: Hvað á að borga fyrir pössun á tímann?

Rauði krossinn heldur reglulega námskeiðið Börn og umhverfi sem er m.a. ætlað börnum og ungmennum sem annast yngri börn. Þessi námskeið Rauða krossins komast næst því að vera fagmenntun en eins og alkunna er þá getur fagmenntað starfsfólk yfirleitt krafist hærri launa en þeir sem eru ófaglærðir.

Rauði krossinn er þó hvorki fag- né stéttarfélag fyrir ungmenni sem passa börn og gefur ekki upp viðmiðunartaxta fyrir barnapössun. „En ef spurningin um tímakaup kemur upp á námskeiði hjá okkur höfum við sagt að til dæmis sé hægt að miða við kaupið í unglingavinnunni. Ekki að semja um lægra kaup en þar býðst. Einnig þurfi að hugsa um á hvaða tíma er verið að passa, hversu mörg börn, aldur þeirra, hvort barnapían eigi heima langt í burtu frá barninu sem verið er að passa og fleira slíkt. Þetta eru atriði sem er gott að hafa í huga en teljast ekki leiðbeiningar um kjaramál," sagði Brynhildur Bolladóttir (árið 2018, þegar þessi grein kom fyrst út), en hún var þá upplýsingafulltrúi Rauða krossins.

Miðað við þetta má e.t.v. líta svo á að kaupið í unglingavinnunni sé einskonar lágmarks- eða viðmiðunarlaun fyrir barnapössun. Laun í vinnuskólum eru mismunandi á milli sveitarfélaga en í dæmaskyni má benda á launin í Vinnuskóla Kópavogs. Þar fá 13-14 ára unglingar 714 kr. á tímann og taxtinn hækkar upp í 2.380 kr. fyrir 16-17 ára, miðað við taxtann 2022.

Í enn frekara samanburðarskyni má síðan nefna laun fyrir að vinna afgreiðslustörf í verslunum en unglingar sækja nokkuð í slík störf. Samkvæmt launataxta í kjarasamningi VR og SA kemur fram að frá og með 1. apríl 2022 sé lágmarkstaxti 14 ára unglings í dagvinnu tæplega 1.400 kr. á tímann í dagvinnu, um 1.900 kr. í eftirvinnu en um 2.000 kr. í næturvinnu. Launin fara síðan stighækkandi eftir aldri. Ofan á launin bætist orlof og desemberuppbót, í réttu hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi.

Könnun um laun fyrir barnapössun

Til að freista þess að varpa enn frekara ljósi á hvað greitt er fyrir barnapössun var skellt í óformlega spurningakönnun meðal starfsfólks Landsbankans. 20 svör bárust sem þýðir að könnunin er alls ekki tölfræðilega marktæk.

Í könnuninni var spurt um pössun að degi til, eftir kvöldmat og um helgar. Í ljós kom að kaupið hækkaði heldur á kvöldin og um helgar. Algengasta tímakaupið var ýmist á bilinu 900-1.100 krónur annars vegar (í 30% tilfella) og 1.500-1.699 krónur hins vegar (í 25% tilfella). Annars voru launin á breiðu bili, frá 500-700 krónum og allt upp í 2.500-3.000 krónum á tímann eða meira. Í helmingi tilfella var verið að greiða fyrir pössun á tveimur börnum. Sjö þátttakendur létu passa eitt barn og þrír greiddu fyrir pössun fyrir þrjú börn (mögulega þau sem greiddu hæsta kaupið).

Þau sem sáu um barnagæsluna voru flest á aldrinum 14-15 ára eða í um þriðjungi tilfella, 25% voru 16-17 ára og 25% voru 17-18 ára.

Varast ber að taka of mikið mark á þessari könnun en hún og umfjöllun um viðmiðunarlaunin hér fyrir ofan, ætti þó vonandi að nýtast í samningaviðræðum um hvað teljist sanngjarnt kaup fyrir barnapössun.

Þú gætir einnig haft áhuga á
10. júní 2022

Hafðu bankann í vasanum í sumarfríinu

Þú getur nýtt þér nánast alla þjónustu bankans í símanum og tölvunni. Í þessari grein er fjallað um nokkrar algengustu aðgerðirnar í appinu og netbankanum sem geta komið sér vel í sumarfríinu.
10. maí 2022

Fyrstu skrefin í verðbréfafjárfestingum

Áður en byrjað er að fjárfesta í verðbréfum er mikilvægt að hafa ákveðin lykilatriði á hreinu og vera meðvituð um áhættuna.
Evrópsk verslunargata
11. apríl 2022

Góð ráð um kortanotkun og greiðslur í útlöndum

Við mælum með að fólk greiði með snertilausum hætti þegar það er á ferðalagi erlendis, annað hvort með Apple Pay, kortaappinu eða með því að nota snertilausa virkni kreditkorta. Það er samt enn nauðsynlegt að taka kortin sjálf með í ferðalagið.
11. jan. 2022

Hvað þýða öll þessi fjármálaorð?

Áður en við förum að lesa okkur til um íbúðakaup eða mætum á fund með fjármálaráðgjafa getur verið gott að skoða hugtökin sem við munum lesa og heyra í samtalinu. Þannig getum við verið viss um að hafa þá undirstöðu sem við þurfum til að byggja skilning og taka raunverulega upplýstar ákvarðanir.
5. jan. 2022

Fimm leiðir til að setja sér fjárhagsleg markmið

Fjárhagsleg markmiðasetning er oft grunnurinn að því að önnur markmið geti orðið að veruleika. Hér á eftir fara nokkur ráð um hvernig gott er að bera sig að þegar þú setur þér fjárhagsleg markmið.
14. des. 2021

Valgreiðslur í netbankanum – hvaðan koma þær og til hvers eru þær?

Valgreiðslur (valkröfur) eru reikningar sem ekki þarf að greiða. Þær eru gjarnan stofnaðar af félagasamtökum eða stofnunum og oft í þeim tilgangi að afla styrkja til góðra málefna. Í appinu og netbankanum er hægt að fela valgreiðslur eða eyða þeim (og auðvitað greiða þær, ef vilji er til þess). Um þetta og aðra eiginleika valgreiðslna fjallar þessi grein.
14. okt. 2021

Þú getur byggt upp séreign með skyldulífeyrissparnaðinum

Í hugum margra er lítill munur á lífeyrissjóðum og þeirri þjónustu sem þeir bjóða upp á. Sú er þó ekki raunin og liggur munurinn m.a. í því að sumir lífeyrissjóðir bjóða fólki upp á þann kost að greiða hluta af skyldulífeyrissparnaði í séreign sem ella hefði runnið í samtryggingu. Séreignin erfist að fullu við fráfall sjóðsfélaga.
7. okt. 2021

Hvernig getur sparnaður stuðlað að sjálfbærara samfélagi?

Loftslagsbreytingar, góðir stjórnarhættir og ábyrg nýting auðlinda jarðar eru aðeins nokkur viðfangsefni sjálfbærni, enda snertir hún á flestu sem við tökum okkur fyrir hendur.
Verðbréfasíða í netbanka
5. okt. 2021

Þetta er gott að vita áður en þú kaupir hlutabréf

Áður en fjárfest er í hlutabréfum er mikilvægt að vera með lykilhugtök á hreinu, skilja ferlið og vera meðvituð um áhættuna sem fylgir.
Kona að hlaupa
15. sept. 2021

Hvers vegna eignadreifingarsjóðir?

Þegar þú fjárfestir í eignadreifingarsjóði fjárfestir þú í vel dreifðu eignasafni. Markmið eignadreifingarsjóða er að ná ávöxtun og dreifa áhættu með virkri stýringu á fjárfestingum í íslenskum og erlendum fjármálagerningum.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur