Hægt að lækka eða kom­ast hjá þjón­ustu­gjöld­um

Verðskrár banka eru gjarnan til umræðu og oft er rætt um að þjónustugjöld þeirra séu há. Þjónustugjöld eru mikilvægur tekjustofn fyrir banka og þeim er ætlað að mæta kostnaði við veitta þjónustu. Hægt er að komast hjá því að greiða þjónustugjöld eða lækka þau með því að velja ódýrari eða gjaldfrjálsar þjónustuleiðir.
Íslenskir peningaseðlar
7. janúar 2016

Mikilvægt er að hafa í huga að munur er á þjónustugjöldum banka og gjöldum sem bankar innheimta fyrir önnur fyrirtæki s.s. vegna innheimtu.

Algengustu þjónustugjöldin sem bankar innheimta eru árgjöld greiðslukorta, færslugjöld og gjöld fyrir reikningsyfirlit. Eins greiða þeir sem taka lán þjónustugjöld vegna þeirra s.s. vegna skjalagerðar, tilkynninga og greiðslugjalda sem greiðast á hverjum gjalddaga.

Landsbankinn hefur fjárfest í ýmsum leiðum og tæknilausnum sem gera viðskiptavinum kleift að sleppa við gjöld eða lækka kostnað. Algengast er að viðskiptavinir geti komist hjá útgjöldum með því að afgreiða sig sjálfir í Landsbankaappinu eða netbanka einstaklinga. Einnig er hægt að hringja í þjónustusíma bankanna, s. 515 4444 eða nota hraðbanka en í mörgum hraðbönkum er hægt að taka út og leggja inn seðla, greiða reikninga o.fl. Þá er hægt að spara með því að láta skuldfæra afborganir lána beint af reikningi og afþakka yfirlit á pappír en í staðinn fá yfirlitin eingöngu send í netbankannn.

Ferðatryggingar þurfa ekki alltaf að fylgja

Töluvert úrval er af kreditkortum og eru árgjöld þeirra mismunandi. Munurinn felst aðallega í því að mismiklar tryggingar fylgja kortunum. Korthafar þurfa að huga að því hvaða tegund hentar þeim best. Þeir sem ferðast mikið geta haft meiri þörf fyrir góðar tryggingar og því tilbúnir til að greiða hærra árgjald fyrir kreditkort en þeir sem ferðast minna.

Vanskilakostnaður er kostnaður sem flestir vilja vera án, en honum er ætlað að mæta kostnaði vegna vanskila s.s. ítrekana og annarrar umsýslu. Það er því mikilvægt að gera góðar áætlanir þegar lán er tekið. Þeir sem sjá fram á að geta ekki greitt af láni ættu án tafar að ræða við lánveitandann um hvað hægt sé að gera. Mikilvægt er að bregðast strax við til að sporna við vanskilum og tilheyrandi kostnaði.

Annar kostnaður sem oft kemur til umræðu eru innheimtuþóknanir. Bankar sinna innheimtuþjónustu fyrir fjölda rekstraraðila og taka fyrir það þóknanir enda fellur til kostnaður við slíka innheimtu.

Í einhverjum tilfellum bæta rekstraraðilar þessum kostnaði við reikninginn sem verið er að innheimta og bæta stundum ofan á upphæðina sem þeir þurfa að greiða bankanum. Það er á ábyrgð kröfueiganda að ákvarða upphæðina og ber bankanum að innheimta samkvæmt því. Þess misskilnings gætir oft að allur innheimtukostnaðurinn renni til bankans en í mörgum tilfellum á það ekki við. Ef þjónustugjald við innheimtuna hefur verið hækkað er það ákvörðun kröfueigandans og á hans ábyrgð að útskýra fyrir viðskiptavinum sínum í hverju kostnaðurinn felst.

Greinin var uppfærð í júní 2020.

Þú gætir einnig haft áhuga á
15. júní 2022

Hvað á að borga fyrir barnapössun?

Stundum þurfa foreldrar að skreppa eða geta ekki sótt börn á réttum tíma vegna vinnu eða náms. Sumarnámskeið eru líka yfirleitt styttri en vinnudagur. Því þarf stundum að redda pössun. En hvað á að borga á tímann fyrir barnapössun?
10. júní 2022

Hafðu bankann í vasanum í sumarfríinu

Þú getur nýtt þér nánast alla þjónustu bankans í símanum og tölvunni. Í þessari grein er fjallað um nokkrar algengustu aðgerðirnar í appinu og netbankanum sem geta komið sér vel í sumarfríinu.
10. maí 2022

Fyrstu skrefin í verðbréfafjárfestingum

Áður en byrjað er að fjárfesta í verðbréfum er mikilvægt að hafa ákveðin lykilatriði á hreinu og vera meðvituð um áhættuna.
Evrópsk verslunargata
11. apríl 2022

Góð ráð um kortanotkun og greiðslur í útlöndum

Við mælum með að fólk greiði með snertilausum hætti þegar það er á ferðalagi erlendis, annað hvort með Apple Pay, kortaappinu eða með því að nota snertilausa virkni kreditkorta. Það er samt enn nauðsynlegt að taka kortin sjálf með í ferðalagið.
11. jan. 2022

Hvað þýða öll þessi fjármálaorð?

Áður en við förum að lesa okkur til um íbúðakaup eða mætum á fund með fjármálaráðgjafa getur verið gott að skoða hugtökin sem við munum lesa og heyra í samtalinu. Þannig getum við verið viss um að hafa þá undirstöðu sem við þurfum til að byggja skilning og taka raunverulega upplýstar ákvarðanir.
5. jan. 2022

Fimm leiðir til að setja sér fjárhagsleg markmið

Fjárhagsleg markmiðasetning er oft grunnurinn að því að önnur markmið geti orðið að veruleika. Hér á eftir fara nokkur ráð um hvernig gott er að bera sig að þegar þú setur þér fjárhagsleg markmið.
14. des. 2021

Valgreiðslur í netbankanum – hvaðan koma þær og til hvers eru þær?

Valgreiðslur (valkröfur) eru reikningar sem ekki þarf að greiða. Þær eru gjarnan stofnaðar af félagasamtökum eða stofnunum og oft í þeim tilgangi að afla styrkja til góðra málefna. Í appinu og netbankanum er hægt að fela valgreiðslur eða eyða þeim (og auðvitað greiða þær, ef vilji er til þess). Um þetta og aðra eiginleika valgreiðslna fjallar þessi grein.
14. okt. 2021

Þú getur byggt upp séreign með skyldulífeyrissparnaðinum

Í hugum margra er lítill munur á lífeyrissjóðum og þeirri þjónustu sem þeir bjóða upp á. Sú er þó ekki raunin og liggur munurinn m.a. í því að sumir lífeyrissjóðir bjóða fólki upp á þann kost að greiða hluta af skyldulífeyrissparnaði í séreign sem ella hefði runnið í samtryggingu. Séreignin erfist að fullu við fráfall sjóðsfélaga.
7. okt. 2021

Hvernig getur sparnaður stuðlað að sjálfbærara samfélagi?

Loftslagsbreytingar, góðir stjórnarhættir og ábyrg nýting auðlinda jarðar eru aðeins nokkur viðfangsefni sjálfbærni, enda snertir hún á flestu sem við tökum okkur fyrir hendur.
Verðbréfasíða í netbanka
5. okt. 2021

Þetta er gott að vita áður en þú kaupir hlutabréf

Áður en fjárfest er í hlutabréfum er mikilvægt að vera með lykilhugtök á hreinu, skilja ferlið og vera meðvituð um áhættuna sem fylgir.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur