Ann­að hvort eru fjár­mál­in í lagi eða þau eru það alls ekki

Ungt fólk ræðir mikið við mig um fjármál í starfi mínu sem fjármálaráðgjafi hjá Landsbankanum. Erindin eru auðvitað af ýmsum toga. Sumir hafa lent í fjárhagsvandræðum og vilja aðstoð, aðrir vilja ræða um sparnað eða um möguleg íbúðarkaup.
Kona með tölvu
17. nóvember 2016 - Vigdís Gunnarsdóttir

Mín reynsla er sú að ungt fólk skiptist nánast alfarið í tvo flokka – annað hvort eru fjármálin í lagi eða þau eru alls ekki í lagi. Þegar ég segi að fjármálin séu í lagi þýðir það ekki endilega að fólk eigi fullt af peningum. Ungt fólk hefur gjarnan fremur lítið á milli handanna, enda er það oft í námi og á eftir að koma undir sig fótunum fjárhagslega. En það er ekki það sama og að segja að fjármálin séu í ólestri. Ég ræði t.d. við marga sem eru á leigumarkaðnum og þau eiga það flest sameiginlegt að búa við fremur þröngan fjárhag, enda er leiguverð orðið óheyrilega hátt, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu. Þau geta engu að síður haft góða yfirsýn og góða stjórn á sínum fjármálum. Sumum tekst jafnvel, oft með töluverðri útsjónarsemi, að leggja fé fyrir.

Leyfum ungmennum að taka ábyrgð á sínum fjármálum

Þegar 18 ára aldri er náð er fólk fjárráða. Frá og með þeim aldri ber fólk ábyrgð á sínum eigin fjármálum. Það er afar mikilvægt að foreldrar undirbúi börnin sín vel fyrir þessi tímamót og kenni þeim á fjármálin. Foreldrar eiga ekki að vasast um of í fjármálum barna sinna, heldur leyfa þeim að spreyta sig og axla ábyrgð. Börn sem eru vön því að foreldrar skammti þeim vasapening, sjái um allar færslur í netbankanum, geri fyrir þau skattskýrslu o.s.frv. eru ekki sérlega vel undir það búin að þurfa skyndilega að sjá sjálf um eigin fjármál. Ég stofnaði sparnaðarreikning fyrir börnin mín þegar þau voru 8-9 ára gömul og leyfði þeim að fylgjast með og sjá hvernig þeim gekk að safna. Þeim fannst frábært að geta séð sjóðinn stækka þar til þau höfðu náð að safna sér fyrir því sem þau langaði til að kaupa. Þannig lærðu þau mikilvægar lexíur um fjármál.

Samtök fjármálafyrirtækja hafa undanfarið staðið fyrir fjármálafræðslu undir merkjum Fjármálavits og þar má finna mörg góð fjármálaráð.

Algeng mistök í fjármálum

Í minni ráðgjöf ræði ég við ungt fólk um ýmislegt sem getur komið upp á varðandi fjármál. Miðað við mína reynslu er eftirfarandi algengustu mistökin sem ungt fólk gerir í fjármálum:

  • Neyslan er ekki í samræmi við tekjurnar. Er t.d. hægt að smyrja nesti í skólann og hella upp á kaffibrúsann, fremur en að kaupa tilbúnar máltíðir og kaffibolla?
  • Fresta því að takast á við vandann.
  • Smálán. Þeir sem eru í fjárhagsvandræðum freistast stundum til að taka smálán. Taka svo önnur smálán til að greiða þau gömlu. Yfirdráttarvextir eru vissulega háir en þeir komast ekki í hálfkvisti við kostnaðinn við að taka smálán.
  • Leggja ekki fyrir.
  • Huga ekki að viðbótarlífeyrissparnaði. Þessi tegund sparnaðar er ein sú hagkvæmasta sem völ er á, enda leggur atvinnurekandi til fé á móti.

Hægt að snúa við blaðinu á stuttum tíma

Það veitir mér mikla ánægju í starfi mínu að hitta ungt fólk og veita þeim ráðgjöf og upplýsingar sem hjálpar þeim að takast á við sín fjármál. Ég man t.a.m. vel eftir ungri konu sem kom til mín í fyrra. Hún var í dálitlu veseni með sín fjármál og ákvað að fylgja áætlun sem fólst í stuttu máli í því að hún greiddi niður skuldir og lagði um 10.000 krónur fyrir á mánuði. Eftir nokkra mánuði var staðan orðin allt önnur og betri og unga konan var afskaplega ánægð með að sér skyldi hafa tekist að sparast nokkra tugi þúsunda á stuttum tíma. Fjármál þurfa ekki að vera flókin.

Vigdís Gunnarsdóttir er sérfræðingur í einstaklingsþjónustu hjá Landsbankanum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
15. júní 2022

Hvað á að borga fyrir barnapössun?

Stundum þurfa foreldrar að skreppa eða geta ekki sótt börn á réttum tíma vegna vinnu eða náms. Sumarnámskeið eru líka yfirleitt styttri en vinnudagur. Því þarf stundum að redda pössun. En hvað á að borga á tímann fyrir barnapössun?
10. júní 2022

Hafðu bankann í vasanum í sumarfríinu

Þú getur nýtt þér nánast alla þjónustu bankans í símanum og tölvunni. Í þessari grein er fjallað um nokkrar algengustu aðgerðirnar í appinu og netbankanum sem geta komið sér vel í sumarfríinu.
10. maí 2022

Fyrstu skrefin í verðbréfafjárfestingum

Áður en byrjað er að fjárfesta í verðbréfum er mikilvægt að hafa ákveðin lykilatriði á hreinu og vera meðvituð um áhættuna.
Evrópsk verslunargata
11. apríl 2022

Góð ráð um kortanotkun og greiðslur í útlöndum

Við mælum með að fólk greiði með snertilausum hætti þegar það er á ferðalagi erlendis, annað hvort með Apple Pay, kortaappinu eða með því að nota snertilausa virkni kreditkorta. Það er samt enn nauðsynlegt að taka kortin sjálf með í ferðalagið.
11. jan. 2022

Hvað þýða öll þessi fjármálaorð?

Áður en við förum að lesa okkur til um íbúðakaup eða mætum á fund með fjármálaráðgjafa getur verið gott að skoða hugtökin sem við munum lesa og heyra í samtalinu. Þannig getum við verið viss um að hafa þá undirstöðu sem við þurfum til að byggja skilning og taka raunverulega upplýstar ákvarðanir.
5. jan. 2022

Fimm leiðir til að setja sér fjárhagsleg markmið

Fjárhagsleg markmiðasetning er oft grunnurinn að því að önnur markmið geti orðið að veruleika. Hér á eftir fara nokkur ráð um hvernig gott er að bera sig að þegar þú setur þér fjárhagsleg markmið.
14. des. 2021

Valgreiðslur í netbankanum – hvaðan koma þær og til hvers eru þær?

Valgreiðslur (valkröfur) eru reikningar sem ekki þarf að greiða. Þær eru gjarnan stofnaðar af félagasamtökum eða stofnunum og oft í þeim tilgangi að afla styrkja til góðra málefna. Í appinu og netbankanum er hægt að fela valgreiðslur eða eyða þeim (og auðvitað greiða þær, ef vilji er til þess). Um þetta og aðra eiginleika valgreiðslna fjallar þessi grein.
14. okt. 2021

Þú getur byggt upp séreign með skyldulífeyrissparnaðinum

Í hugum margra er lítill munur á lífeyrissjóðum og þeirri þjónustu sem þeir bjóða upp á. Sú er þó ekki raunin og liggur munurinn m.a. í því að sumir lífeyrissjóðir bjóða fólki upp á þann kost að greiða hluta af skyldulífeyrissparnaði í séreign sem ella hefði runnið í samtryggingu. Séreignin erfist að fullu við fráfall sjóðsfélaga.
7. okt. 2021

Hvernig getur sparnaður stuðlað að sjálfbærara samfélagi?

Loftslagsbreytingar, góðir stjórnarhættir og ábyrg nýting auðlinda jarðar eru aðeins nokkur viðfangsefni sjálfbærni, enda snertir hún á flestu sem við tökum okkur fyrir hendur.
Verðbréfasíða í netbanka
5. okt. 2021

Þetta er gott að vita áður en þú kaupir hlutabréf

Áður en fjárfest er í hlutabréfum er mikilvægt að vera með lykilhugtök á hreinu, skilja ferlið og vera meðvituð um áhættuna sem fylgir.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur