Spurt og svarað fyrir einstaklinga

Frestun greiðslna af íbúðalánum

Viðskiptavinir sem eru með íbúðalán og fasteignalán hjá Landsbankanum geta sótt um frestun greiðslna eða tímabundna lækkun ef á þarf að halda í allt að sex mánuði, til og með 30. september 2020. Úrræðið byggir á samkomulagi lánveitenda um frestun á endurgreiðslum lána hjá einstaklingum. Úrræðið virkar þannig að afborgunum íbúðalána er frestað í sex mánuði en hægt er að óska eftir því hvenær sem er á tímabilinu að stöðva úrræðið. Vextir safnast upp og leggjast við höfuðstól lánsins að loknu tímabilinu. Lánstíminn er einnig lengdur um sem nemur frestunartímanum. Úrræðið er fyrst og fremst ætlað viðskiptavinum sem sjá fram á víðtæka tekjuskerðingu, s.s. vegna atvinnumissis, skerðingar á starfshlutfalli eða veikinda. Bankinn tekur ekki þóknun fyrir að breyta láninu en þinglýsa þarf breytingunni og innheimtir sýslumaður 2.500 kr. gjald fyrir þinglýsinguna sem lántaki greiðir.

Sækja um

Vegna Covid-19 verður hægt að undirrita viðaukann um frestun greiðslna með rafrænum skilríkjum. Viðaukinn og skilmálar hans taka strax gildi við fullgilda rafræna undirritun. Athugið að þinglýsa þarf viðaukanum en fresturinn til þess er alveg fram til 16.02.2021.


Útgreiðsla séreignarsparnaðar

Eitt þeirra úrræða sem ríkisstjórnin hefur kynnt er tímabundin heimild til útgreiðslu á séreignarsparnaði (einnig nefnt viðbótarlífeyrissparnaður).

  • Hægt er að taka út að hámarki 12 milljónir króna.
  • Hægt er að taka að hámarki 800.000 krónur á mánuði.
  • Engar sérstakar takmarkanir eru á ráðstöfun fjármunanna.
  • Úttektin er tekjuskattsskyld. Lífeyrissjóðurinn/bankinn stendur skil á staðgreiðslu skattsins.

Þetta úrræði getur hentað vel fyrir þá sem missa tekjur, sérstaklega ef annar sparnaður er ekki fyrir hendi.

Úttekt á séreignarsparnaði er mikilvægt úrræði við þessar aðstæður en hafa verður í huga að við úttektina minnkar inneign fólks þegar það nær lífeyrisaldri. Þegar fólk lætur af störfum og fer á lífeyri lækka tekjurnar yfirleitt töluvert. Því er mikilvægt að halda áfram að leggja fyrir.

Skattþrep í staðgreiðslu 2020

Reiknivél staðgreiðslu

Hvernig sæki ég um?


Sótt um með rafrænum skilríkjum

Hægt er að sækja um sérstaka útgreiðslu á séreignarsparnaði inni á sjóðfélagavef.

Frá maí 2020 verður sérstök útgreiðsla greidd út 20. hvers mánaðar. Umsókn sem berst fyrir 15. er greidd út 20. sama mánaðar.

Sjóðfélagavefur

Sótt um án rafrænna skilríkja

Þeir sem ekki eru með rafræn skilríki geta sent póst á netfangið RadgjofVL@landsbankinn.is  og óskað eftir því að fá sent umsóknarform. Þegar formið hefur verið fyllt út og undirritað skal skanna það og senda aftur á netfangið RadgjofVL@landsbankinn.is.

Frá maí 2020 verður sérstök útgreiðsla greidd út 20. hvers mánaðar og þarf umsókn að berast í síðasta lagi 15. hvers mánaðar.


Endurfjármögnun

Það sem skiptir máli er að íbúðalánið þitt falli sem best að stöðu þinni og markmiðum á hverjum tíma. Þar sem vextir hafa lækkað gæti borgað sig að kynna sér þá valmöguleika sem í boði eru. Íbúðalánareiknivélin hjálpar þér að bera saman lánavalmöguleikana. Ef þú vilt ráðgjöf varðandi íbúðalán og þar með talið endurfjármögnun íbúðalána má bóka tíma í ráðgjöf og við höfum samband.


Lán

Þú getur stillt heimildirnar þínar í appinu og netbankanum. Þú færð lánaheimild sem þú getur skipt milli Aukalána, yfirdráttarheimildar og kortaheimildar eins og þér hentar. Lánaheimildin er reiknuð reglulega með sjálfvirkum hætti og byggir á fjárhags- og viðskiptasögu. Ef þörf er á fyrirgreiðslu eða breytingu umfram það er hægt að hafa samband við í síma 410 4000 eða panta tíma í fjármálaráðgjöf.