Finnum lausnir fyrir þig

Við komum til móts við viðskiptavini sem leita til okkar vegna óvæntra aðstæðna.

Við aðstoðum þegar á reynir

Landsbankinn kemur með ýmsum leiðum til móts við viðskiptavini sína vegna óvæntra aðstæðna eins og atvinnuleysis, veikinda eða annars sem kann að hafa áhrif á tekjur eða fjárhagslega stöðu.

Við bjóðum ýmsar leiðir til að takast á við tekjulækkun. Ef þú lendir í greiðsluerfiðleikum er mikilvægt að hafa samband við bankann eins fljótt og hægt er.


Hafðu samband


Endurfjármögnun íbúðalána

Endurfjármögnun íbúðalána getur einnig verið góður kostur til að lækka greiðslubyrði til lengri tíma. Vextir og kjör íbúðalána breytast og því borgar sig að fylgjast vel með hvernig lánin þín standast samanburð við þau lán sem eru í boði á hverjum tíma.

Nánari upplýsingar

Sækja um

Útgreiðsla séreignarsparnaðar

Stjórnvöld hafa nú kynnt ýmsar aðgerðir vegna Covid-19. Alþingi samþykkti þann 30. mars 2020 lög sem heimila tímabundna útgreiðslu séreignarsparnaðar (einnig nefnt viðbótarlífeyrissparnaður), að hámarki 12 milljónir króna.

Hægt er að sækja um útgreiðslu séreignarsparnaðar með rafrænum skilríkjum á sjóðfélagavef.

Nánari upplýsingar

Sækja um


 

Greiðsludreifing kreditkorta

Hægt er að dreifa kreditkortareikningum á einfaldan og fljótlegan hátt yfir allt að 12 mánuði í netbanka Landsbankans. Greiðsludreifingin hentar vel til að mæta óreglulegum útgjöldum eða til að létta greiðslubyrði tímabundið. Þú velur hve háa upphæð þú vilt greiða á næsta gjalddaga og á hve marga mánuði þú vilt dreifa eftirstöðvunum.

Nánari upplýsingar

Aukalán í appi

Þarftu að mæta óvæntum útgjöldum eða lægri tekjum? Í appinu getur þú fengið Aukalán með einföldum hætti. Þú sérð strax hvað þér býðst hátt lán og á hvaða kjörum. Lánið er greitt samstundis inn á reikning eða kreditkort.

  • Afgreitt á augabragði
  • Dreift til allt að 5 ára
  • Ekkert uppgreiðslugjald eða lántökugjald

Nánari upplýsingar

 


Yfirdráttarheimild í app og netbankanum

Viðskiptavinir njóta sveigjanleika og geta sjálfir sótt um yfirdráttarheimild, hækkað, lækkað, framlengt og sagt upp heimildinni sinni hvort heldur sem er í netbanka einstaklinga eða Landsbankaappinu. Viðskiptavinir sjá strax hvert svigrúm þeirra er til að afgreiða sig sjálfir þegar þeim hentar.Ef þörf er á fyrirgreiðslu umfram það sem unnt er að sækja um í netbankanum er hægt að hafa samband við okkur.

Nánari upplýsingar

Hafa samband

Frestun greiðslna á íbúðaláni

Þeir sem eru með íbúðalán og fasteignalán hjá Landsbankanum geta sótt um frestun greiðslna eða tímabundna lækkun ef á þarf að halda í allt að sex mánuði.

Úrræðið er fyrst og fremst ætlað fyrir þá sem sjá fram á víðtæka tekjuskerðingu, meðal annars vegna atvinnumissis, skerðingar á starfshlutfalli eða veikinda.

Nánari upplýsingar

Sækja umSækja um frestun greiðslna á íbúðaláni

Með því að sækja um frestun greiðslna samþykkir þú að bankinn vinni tilteknar persónuupplýsingar um þig sem eru
nauðsynlegar til að vinna úr beiðninni og forgangsraða erindum, m.a. um ástæður greiðsluerfiðleika.
Bankinn gætir fyllsta öryggis við meðferð upplýsinganna. Nánari upplýsingar má finna í persónuverndarstefnu Landsbankans.


Landsbankinn áskilur sér rétt á að óska eftir staðfestingu frá viðskiptavini um tekjuskerðingu.