Þjónustusími bankanna

Í Þjónustusíma bankanna, 515 4444, er hægt að sinna margskonar bankaviðskiptum hvenær sem er. Þjónustan er ókeypis, aðeins er greitt fyrir símtalið.

Fjölbreyttar aðgerðir

Þær aðgerðir sem hægt er að framkvæma í Þjónustusímanum eru m.a.:

 • Fá upplýsingar um stöðu og síðustu færslur.
 • Millifæra.
 • Fá upplýsingar um yfirdráttarheimild og gildistíma hennar.

Hægt er að millifæra milli kl. 07.00 og 21.00 virka daga og milli kl. 11.00 og 17.00 um helgar.

Til að hægt sé að nýta sér Þjónustusímann þarf að hafa leyninúmerið við hendina. Það er það númer sem þú valdir þegar þú sóttir um reikninginn og notar til að framkvæma millifærslur í netbankanum.

Innskráning

 • Hringdu í síma 515 4444 og bíddu eftir sambandi.
 • Sláðu inn fjögurra stafa bankanúmer, tveggja stafa höfuðbók og sex stafa reikningsnúmer, alls tólf stafi, og veldu ferninginn. Sé banka- og reikningsnúmer styttra en tólf stafir skal setja núll fyrir framan númerið þar til það verður tólf stafa. Að síðustu skal slá inn fjögurra stafa leyninúmer og velja ferninginn. Dæmi:  0101 26 001234 # 8524 #.
 • Eftir innskráningu hefst lestur stöðu og síðustu færslna.
 • Ef þú vilt stöðva lesturinn og fá frekari upplýsingar um valmöguleika Þjónustusímans velur þú #.

Fyrirspurn um reikning

Hægt er að fá uppgefna stöðu og færslur á öðrum reikningum.

 • Eftir að innskráningu lýkur skal velja 3 og #.
 • Til að fá upplýsingar um reikning skal slá inn fjögurra stafa bankanúmer, tveggja stafa höfuðbók og sex stafa reikningsnúmer. Næst skal slá inn fjögurra stafa leyninúmer og velja ferninginn. Dæmi: 0101 26 001234 # 8524 #
 • Að því loknu er staða reiknings lesin upp.

Millifærsla

Hægt er að millifæra milli reikninga með sömu kennitölu eða milli reiknings og fimm annarra kennitalna. Til þess að geta millifært milli fleiri en einnar kennitölu þarf að óska eftir því sérstaklega hjá viðskiptaútibúi. Hámarksupphæð millifærslna á sólarhring er 1.000.000 kr.

 • Eftir að innskráningu lýkur skal velja 4 og #.
 • Að því loknu skal slá inn fjögurra stafa bankanúmer, tveggja stafa höfuðbók og sex stafa reikningsnúmer þess reiknings sem leggja skal inn á, alls tólf stafi og ýta á #. Dæmi: 0101 26 001234 # 8524 #
 • Síðan skal slá inn upphæð í krónum sem millifæra á inn á reikninginn og velja #.
 • Til að staðfesta færsluna skal velja 1 og # en viljir þú hætta við millifærsluna velur þú 0 og #.
 • Að því loknu er staða og síðustu færslur lesnar upp en ef þú vilt millifæra aftur velur þú 4 og #.

Upplýsingar um yfirdráttarheimild

Eftir innskráningu skal velja 9 og #. Þá er lesin upp upphæð yfirdráttarheimildar á reikningnum. Eftir lesturinn skal velja # til að fá stöðu og síðustu færslur endurteknar eða 0 og # til að rjúfa sambandið.

Lyklar sem gott er að leggja á minnið

 0 #  Hætta við framkvæmd/rjúfa samband 
 1 #  Staðfesting á framkvæmd 
 3 #  Fyrirspurn um annan reikning 
 4 #  Millifærsla 
 9 #  Heimildir