Varnir

Vírusvarnir

Við mælum með að allir noti vírusvörn en viljum jafnframt benda á að engin vírusvörn veitir fullkomið öryggi. Hér að neðan er upptalning og tenglar á fremstu vírusvarnir samkvæmt AV-Comparatives.

Hugbúnaðarvaktari

Hugbúnaðarvaktari (e. Software Inspector) er hugbúnaður sem greinir veikleika í þeim forritum sem eru uppsett á tölvunni þinni. Ýmis forrit geta gert tölvuna berskjaldaða fyrir árásum sem vírusvarnir ráða ekki við. Vaktarinn skannar tölvuna og tilgreinir hvaða forrit þarfnast öryggisuppfærslu. Hér að neðan eru dæmi um slík forrit.

Spilliforrit

Ein tegund spilliforrita á netinu er svokölluð þriðja kynslóð Trojuhesta (e. man-in-the-browser Trojan) sem hefur valdið usla víða um heim. Þessi tegund spilliforrita sækir aðgangsupplýsingar netbankanotenda í þeim tilgangi að misnota þær.

Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa þegar varaði við þessari tegund spilliforrita. Við viljum ítreka mikilvægi þess að tölvur netnotenda hafi viðurkennda vírusvörn og að stýrikerfi og önnur forrit séu ávallt með nýjustu uppfærslum.

Dæmi um forrit sem 3. kynslóð Trojuhesta hafa notað sem smitleið eru Adobe Acrobat, Apple Quick Time, Real Player og Java og því mikilvægt að uppfæra slík forrit þegar nýjar uppfærslur berast.

Nánari upplýsingar hér Netöryggi.is - Spilliforrit

Tengt efni

Secunia PSI er hugbúnaður sem fer yfir forritin á tölvunni og skilar lista yfir það sem þarf að uppfæra.

Nánar um Secunia PSI